Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

⚠️ Eldgos á Sundhnúksgígaröðinni

Ekkert gos er í gangi á Reykjanesi í dag.
Uppfært 30. ágúst 2025, kl. 9.00.

Aðgengi að gosstöðvum er opið frá Fagradalsfjalli, opið er í Grindavík og Bláa lóninu fyrir almenning.

Eldgosið sem hófst við Stóra-Skógfell á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi miðvikudaginn 16. júlí 2025, lauk 5. ágúst. Þetta var níunda gosið á svæðinu frá desember 2023 og það tólfta frá því goshrinan hófst við Fagradalsfjall árið 2021.

Eldgosa virknin á svæðinu ógnar ekki ferðamönnum, svo lengi sem þeir fylgja tilmælum yfirvalda og halda sig frá lokuðum svæðum. Líkt og í fyrri gosum er virkni bundin við afmarkað svæði og hefur ekki áhrif á Reykjanesskagann allan, Reykjavík né aðra hluta landsins. Ferðalög eru með eðlilegum hætti, flestar ferðir og skoðunarferðir eru í gangi samkvæmt áætlun, flug til og frá Íslandi gengur eins og venjulega og þjóðvegur 1 (Hringvegurinn) er opinn.

Ef þú átt bókaða ferð til Íslands eða ert að skipuleggja heimsókn, geturðu haldið ferðaplönum. Við fylgjumst náið með stöðunni og munum uppfæra upplýsingar hér um leið og nýjar fréttir berast.

Fylgist með uppfærðu bloggi um nýjasta eldgosið hér.

 

Lykilupplýsingar

Sundhnúksgígaröðin og nærligjandi svæði. Ekki er ráðlegt að ganga að gossvæðinu frá Reykjanesbraut eða Grindavíkurvegi, þar sem jarðvegur er ótraustur og ekki búið að kortleggja sprungur á svæðinu. Athugið að búið er að opna nýja gönguleið (B) við Fagradalsfjall að hraunjaðri gosanna frá Sundhnúksgígum og að útsýnisstöðum. Sjá kort hér. 

Fagradalsfjall. Allar gönguleiðir um og í Fagradalsfjalli eru opnar. Frekari upplýsingar um gönguleiðirnar má finna hér eða upplýsingum um gönguleiðir og bílastæði við Fagradalsfjall, hér fyrir neðan.

Grindavík
er opin fyrir almenning. 

Bláa lónið og Northern lights Inn eru opin. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum frá þeim við bókun og fylgjast með uppfærðum upplýsingum miðað við aðstæður vegna eldgosa. 

 

Frekari upplýsingar

Fréttir af gosstöðvum
Skoða
Algengar spurningar
Skoða
Kort, gönguleiðir og bílastæði
Skoða
Um eldstöðvarnar
Skoða
Safetravel
Skoða
Ferðir að gossvæði
Skoða