Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

Áfangastaðaáætlun Reykjaness er unnin samkvæmt stefnu stjórnvalda um þróun ferðamála á landsvísu.

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

Markaðsstofa Reykjaness vinnur áfangastaðaáætlun fyrir áfangastaðinn Reykjanes í samstarfi við Reykjanes Geopark og hagaðila á svæðinu. Ferðamálastofa heldur utanum framvindu áfangastaðaáætlana á landsvísu í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðarinnar á sínum svæðum. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á vef Ferðamálastofu.

Áfangastaðaáætlun er stefna svæðisins í ferðamálum og verkfæri í framtíðarþróun ferðaþjónustu á svæðinu. Verkefni áfangastaðaáætlunar eru endurskoðuð reglulega með tilliti til þeirra forsendna sem liggja fyrir og breytinga í umhverfi ferðaþjónustu og stjórnsýslu svæðisins. 

Áfangastaðaáætlun Reykjaness nær yfir sveitarfélögin fjögur á Suðurnesjum; Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Við gerð áætlunarinnar er meðal annars unnið út frá þeim áætlunum og stefnum í umhverfis-, ferða-, menningar-, og markaðsmálum sem fyrir liggja hjá sveitarfélögunum og sameiginlegum verkefnum svæðisins.

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

Síðast uppfært október 2022. Næsta uppfærsla á áfangastaðaáætlun verður birt í júlí 2023.

Fyrirsagnir frétta

  • Valahnúkur og Reykjanesviti

    Reykjanesið á lista yfir 100 merkilegar jarðminjar í heiminum

    Alþjóðajarðfræðisambandið (IUGS) hefur í annað sinn gefið út lista yfir 100 merkilegar jarðminjar í heiminum. Þar á meðal eru tveir staðir á Íslandi, Reykjanes og Vatnajökull.
  • Hvað finnst Íslendingum um ferðamenn og ferðaþjónustu?

    Á þriðjudaginn kemur, 3. september kl. 14-16, gangast Ferðamálastofa og Rannsóknarmiðstöð ferðamála fyrir málþingi á Grand Hótel Reykjavík þar sem meðal annars verða kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar um viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþj…
  • Einstök bók um íslenska gestrisni - Do’s & Don’ts When Welcoming Foreign Guests

    Í glænýrri bók Margrétar Reynisdóttur, “Do’s & Don’ts When Welcoming Foreign Guests”, er því lýst á lifandi og skemmtilegan hátt og með smá húmor að leiðarljósi, hvernig stuðla megi að eftirminnilegri upplifun gesta okkar frá t.d. Bandaríkjunum, Kana…
  • Skjáskot frá vefmyndavél Almannavarna 24. ágúst 2024.

    Aðgengi og lokurnarpóstar vegna eldgoss

    Uppfært 31. ágúst 2024 - Opið að Fagradalsfjalli og Bláa lóninu