Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

Áfangastaðaáætlun Reykjaness er unnin samkvæmt stefnu stjórnvalda um þróun ferðamála á landsvísu.

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

Markaðsstofa Reykjaness vinnur áfangastaðaáætlun fyrir áfangastaðinn Reykjanes í samstarfi við Reykjanes Geopark og hagaðila á svæðinu. Ferðamálastofa heldur utanum framvindu áfangastaðaáætlana á landsvísu í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðarinnar á sínum svæðum. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á vef Ferðamálastofu.

Áfangastaðaáætlun er stefna svæðisins í ferðamálum og verkfæri í framtíðarþróun ferðaþjónustu á svæðinu. Verkefni áfangastaðaáætlunar eru endurskoðuð reglulega með tilliti til þeirra forsendna sem liggja fyrir og breytinga í umhverfi ferðaþjónustu og stjórnsýslu svæðisins. 

Áfangastaðaáætlun Reykjaness nær yfir sveitarfélögin fjögur á Suðurnesjum; Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Við gerð áætlunarinnar er meðal annars unnið út frá þeim áætlunum og stefnum í umhverfis-, ferða-, menningar-, og markaðsmálum sem fyrir liggja hjá sveitarfélögunum og sameiginlegum verkefnum svæðisins.

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

Síðast uppfært október 2022. Næsta uppfærsla á áfangastaðaáætlun verður birt í júlí 2023.

Fyrirsagnir frétta

 • Eldgosið séð frá Ásbrú.

  Eldgos hafið að nýju við Sundhnúkagígaröð

  Í morgun 8. febrúar hófst eldgos norð austur af Grindavík. Sprungan liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra -skógarfells. Þó svo að eldgos séu stórkostlegt sjónarspil, þá eru þau hættulegur atburður í náttúrunni og nauðsynlegt að vegfarendu…
 • Fjölmenn Mannamót fagna tíu árum

  Metfjöldi mætti á Mannamót í Kórnum í Kópavogi en viðburðurinn er sá fjölmennasti í íslenskri ferðaþjónustu. Rúmlega 1200 manns frá öllum landshlutum mættu í Kórinn, ýmist til að kynna starfsemi sína eða sem gestir. Reykjanes átti að vanda sína fullt…
 • Nesvegur er opinn en þar er aðgengi að mörgum helstu ferðamannastöðum á Reykjanesi.

  Nesvegur nú opinn - Lokunarpóstur við Brimketil

  Suðurstrandavegur einnig opinn að Festarfjalli og Bláa Lónið einnig opið.
 • Aðgengi að Grindavík - lokanir á vegum

  Grindavík er ekki opin fyrir almenna umferð að svo stöddu og bærinn skilgreindur sem hættusvæði. Grindavíkurvegur (43) er lokaður við Reykjanesbraut. Suðurstrandavegur (427) er lokaður frá Krýsuvíkurafleggjara og eins er Nesvegur (425) lokaður frá Hö…