Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

Áfangastaðaáætlun Reykjaness er unnin samkvæmt stefnu stjórnvalda um þróun ferðamála á landsvísu.

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

Markaðsstofa Reykjaness vinnur áfangastaðaáætlun fyrir áfangastaðinn Reykjanes í samstarfi við Reykjanes Geopark og hagaðila á svæðinu. Ferðamálastofa heldur utanum framvindu áfangastaðaáætlana á landsvísu í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðarinnar á sínum svæðum. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á vef Ferðamálastofu.

Áfangastaðaáætlun er stefna svæðisins í ferðamálum og verkfæri í framtíðarþróun ferðaþjónustu á svæðinu. Verkefni áfangastaðaáætlunar eru endurskoðuð reglulega með tilliti til þeirra forsendna sem liggja fyrir og breytinga í umhverfi ferðaþjónustu og stjórnsýslu svæðisins. 

Áfangastaðaáætlun Reykjaness nær yfir sveitarfélögin fjögur á Suðurnesjum; Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Við gerð áætlunarinnar er meðal annars unnið út frá þeim áætlunum og stefnum í umhverfis-, ferða-, menningar-, og markaðsmálum sem fyrir liggja hjá sveitarfélögunum og sameiginlegum verkefnum svæðisins.

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

Síðast uppfært október 2022. Næsta uppfærsla á áfangastaðaáætlun verður birt í júlí 2023.

Fyrirsagnir frétta

  • Könnun á fræðsluþörf og fræðsluframboði

    Markaðsstofa Reykjaness vinnur nú að því í samvinnu við MSS að kortleggja fræðsluþörf og fræðsluframboð í ferðaþjónustu á Reykjanesi.Meðal þess sem við erum að skoða er: Eru stjórnendur og starfsmenn að sækja námskeið eða fræðslu? Hvaða námskeið …
  • Tímabundin lokun í Svartsengi

    Vegna gass og óhagstæðrar vindáttar hefur lokunarpósturinn á Grindavíkurvegi verið færður að Seltjörn
  • Útsýni yfir bílastæðið við Volcanoskála (P2) og Nátthaga. Mynd: Hörður Kristleifsson

    Aðgengi að Fagradalsfjalli opnað að nýju

    Lokunarpóstur við Krýsuvíkurafleggjara hefur verið færður að P1
  • Mynd frá gosstöðvum í kvöld. Mynd af ruv.is, Ragnar Visage

    Eldgos hafið við Hagafell

    Eldgos hófst að nýju í Sundhnúkagýgaröðinni í dag, laugardaginn 2. mars