Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

Áfangastaðaáætlun Reykjaness er unnin samkvæmt stefnu stjórnvalda um þróun ferðamála á landsvísu.

Markaðsstofa Reykjaness vinnur áfangastaðaáætlun fyrir áfangastaðinn Reykjanes í samstarfi við Reykjanes Geopark og hagaðila á svæðinu. Ferðamálastofa heldur utanum framvindu áfangastaðaáætlana á landsvísu í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðarinnar á sínum svæðum. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á vef Ferðamálastofu.

Áfangastaðaáætlun er stefna svæðisins í ferðamálum og verkfæri í framtíðarþróun ferðaþjónustu á svæðinu. Verkefni áfangastaðaáætlunar eru endurskoðuð reglulega með tilliti til þeirra forsendna sem liggja fyrir og breytinga í umhverfi ferðaþjónustu og stjórnsýslu svæðisins. 

Áfangastaðaáætlun Reykjaness nær yfir sveitarfélögin fjögur á Suðurnesjum; Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Við gerð áætlunarinnar er meðal annars unnið út frá þeim áætlunum og stefnum í umhverfis-, ferða-, menningar-, og markaðsmálum sem fyrir liggja hjá sveitarfélögunum og sameiginlegum verkefnum svæðisins.

Áfangastaðaáætlun Reykjaness 2024-2027

Síðast uppfært 1. nóvember 2025. 

 

Eldri áætlanir:

Áfangastaðaáætlun Reykjaness 2022-2023 - forsendur

Fyrirsagnir frétta

  • PHOENIX 4.0 – Sjálfbærni, stafræn þekking og seigla ferðaþjónustunnar

    Íslenski ferðaklasinn hefur opnað fyrir umsóknir í PHOENIX 4.0, styrkjaverkefni sem styður samstarfsverkefni í ferðaþjónustu. Verkefnið veitir allt að 25.000 evrur í styrk, án mótframlags, til verkefna sem bæta rekstur, seiglu og sjálfbærni.
  • Sterk samstaða Reykjaness á Mannamótum

    Mannamót Markaðsstofa landshlutanna fór fram í Kórnum í Kópavogi síðasta fimmtudag og var einn af lykilviðburðum Ferðaþjónustuvikunnar.
  • UNESCO-skólanetið stækkar á Reykjanesi

    Í vikunni bárust þær fréttir að Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefði fengið viðurkenningu sem UNESCO-skóli. Þar með eru 4 skólar innan Reykjanes jarðvangs orðnir UNESCO-skólar; Stóru-Vogaskóli í Vogum var fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu vorið 2…
  • Ferðaþjónustuvikan 2026

    Ferðaþjónustuvikan 2026 verður haldin dagana 13.-15. janúar og fer fram á höfuðborgarsvæðinu. Að henni standa: Markaðsstofur landshlutanna Íslenski ferðaklasinn Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) Ferðamálastofa Íslandsstofa. Dagskrá ferðaþjónus…