Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

Áfangastaðaáætlun Reykjaness er unnin samkvæmt stefnu stjórnvalda um þróun ferðamála á landsvísu.

Markaðsstofa Reykjaness vinnur áfangastaðaáætlun fyrir áfangastaðinn Reykjanes í samstarfi við Reykjanes Geopark og hagaðila á svæðinu. Ferðamálastofa heldur utanum framvindu áfangastaðaáætlana á landsvísu í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðarinnar á sínum svæðum. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á vef Ferðamálastofu.

Áfangastaðaáætlun er stefna svæðisins í ferðamálum og verkfæri í framtíðarþróun ferðaþjónustu á svæðinu. Verkefni áfangastaðaáætlunar eru endurskoðuð reglulega með tilliti til þeirra forsendna sem liggja fyrir og breytinga í umhverfi ferðaþjónustu og stjórnsýslu svæðisins. 

Áfangastaðaáætlun Reykjaness nær yfir sveitarfélögin fjögur á Suðurnesjum; Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Við gerð áætlunarinnar er meðal annars unnið út frá þeim áætlunum og stefnum í umhverfis-, ferða-, menningar-, og markaðsmálum sem fyrir liggja hjá sveitarfélögunum og sameiginlegum verkefnum svæðisins.

Áfangastaðaáætlun Reykjaness 2024-2027

Síðast uppfært 1. nóvember 2025. 

 

Eldri áætlanir:

Áfangastaðaáætlun Reykjaness 2022-2023 - forsendur

Fyrirsagnir frétta

  • Sigrún Svafa Ólafsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Reykjanes jarðvangi tók við styrknum.
Mynd…

    Reykjanes jarðvangur fær styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir stórum sólmyrkvagleraugum

    Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja fór fram í Hljómahöll 21. nóvember, þar sem kynnt voru fjölbreytt verkefni sem stuðla að menningu, nýsköpun og samfélagsþróun á svæðinu. Meðal þeirra sem hlutu styrk var Reykjanes jarðvangur, sem fékk 2.700.000 kr. til metnaðarfulls verkefnis sem tengist almyrkvanum 2026. Styrkurinn markar mikilvægt skref í undirbúningi fyrir þennan einstaka náttúruviðburð og mun styðja við bæði fræðslu, listsköpun og samfélagslega þátttöku á Suðurnesjum.
  • Reykjanes kynnt sem heilsársáfangastaður á World Travel Market 2025

    Markaðsstofa Reykjaness tók þátt í World Travel Market (WTM) í London dagana 4.–6. nóvember, einum stærsta og áhrifamesta vettvangi ferðaþjónustunnar á heimsvísu. Þar var Reykjanes kynnt sem heilsársáfangastaður með áherslu á sérstöðu svæðisins, nálægð við flugvöllinn, náttúrutengdar upplifanir og tækifæri sem tengjast almyrkvanum 2026.
  • Grindavík saman í sókn

    Með sterkri samstöðu, framtíðarsýn og trú á eigin samfélag hófst formlega verkefnið Grindavík – Saman í sókn þann 12. nóvember. Á öflugum staðarfundi í Gjánni komu stjórnendur og lykilstarfsmenn frá 21 fyrirtæki saman til að leggja grunn að sameiginlegri vegferð í átt að endurreisn, uppbyggingu og eflingu atvinnulífs í Grindavík.
  • Skráning hafin á Mannamót 2026

    Mannamót Markaðsstofa landshlutanna verða haldin þann 15. janúar 2026 í Kórnum í Kópavogi.