Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Reykjaness tekur þátt í spennandi samstarfsverkefni í gegnum Erasmus+, menntaáætlun Evrópusambandsinsmeð Ítölum og Tyrkjum. Verkefnið fór af stað formlega í desember 2020 og er til þriggja ára.

Verkefnið ber heitið "RARE R.O.U.T.E.S. sem vísar til Responsible Original Unpolluting Tourism Entrepreneurship". Tilgangur þess er að deila góðum starfsvenjum í sjálfbæri ferðaþjónustu ásamt því að styrkja stöðu ungs fólks á vinnumarkaði með eflingu starfsnáms, þekkingu og færni þeirra sem leiðtogar og frumkvöðlar innan greinarinnar.

Verkefnið er unnið í samstarfi við skóla og ferðaþjónustuaðila á Íslandi, Ítalíu og Tyrklandi og miðast við að styrkja samtarf milli skóla, sveitarfélaga, opinberra stofnana og fyrirtækja með það að markmiði að leiða saman færni og þekkingu nemenda í ferðaþjónustu við menningararf, umhverfismál og þá samfélagslegu arfleifð sem ferðaþjónustuaðilar styðjast við og nýta sér á ákveðnum svæðum.

Markmiðið verður að þróa námsefni og starfstengd námskeið sem nýtast ferðaþjónustuaðilum sem vilja byggja á sjálfbæri og ábyrgri ferðaþjónustu. Þá verða þróuð starfstengd námskeið með áherslu á hlutverk ungs fólks í að leiða sjálfbæra þróun í nærsamfélagi þeirra, kanna jákvæð áhrif sjálfbærar og ábyrgrar ferðaþjónustu á ungt fólk og nærsamfélags, auk þess að styrkja og efla starfstengd menntaúrræði í ferðaþjónustu.

Verkefnið er leitt af samstarfsaðila á Ítalíu og fékk það hæstu einkunn allra Erasmus+ umsókna á þar í landi.

Keilir tekur einnig þátt í samstarfsverkefninu og er leiðandi aðili íslensku þátttakendanna. Aðrir samstarfsaðilar eru starfsmenntaskólar frá Ítalíu og Tyrklandi, ICEI – International Economic Cooperation Institute, ásamt ferðaþjónustuaðilum frá samstarfslöndunum. Auk þess taka Samtök ábyrgrar ferðaþjónustu (AITR) og Start-Up Turismo á Ítalíu, ásamt Alþjóðlegu samtökunum um félagslega ferðaþjónustu (ISTO) þátt í verkefninu.

Erasmus+: Rare Routes

  • Lausnamótið Hacking Reykjanes haldið í mars

    Lausnamótið Hacking Reykjanes verður haldið 17.-19. mars n.k.
  • Frumkvöðlar í ferðaþjónustu - hvar á að byrja?

    Næsta námskeið fyrir frumkvöðla með hugmynd á fyrstu stigum í ferðaþjónustu fer fram 11. og 17. febrúar.
  • Markaðsstofan þátttakandi í stóru alþjóðlegu verkefni

    Markaðsstofa Reykjaness tekur þátt í spennandi verkefni sem hlaut hæstu einkunn allra Erasmus+ umsókna á Ítalíu, er til þriggja ára og hlaut samtals 416.000 Evra styrkveitingu. Tilgangur verkefnisins er að deila góðum starfsvenjum í sjálfbæri ferðaþj…