Upplýsingamiðstöðvar ferðamála má finna víðsvegar um landið.
Starfsfólk þeirra veitir meðal annars upplýsingar um veður, áhugaverða staði, aðstoðar við bókanir og margt fleira. Þar er einnig hægt að nálgast kort og bæklinga.
KVIKAN - Auðlinda- og menningarhús
Á efri hæð hússins er sýningin „Saltfiskur í sögu þjóðar“. Sýningin ætti að geta að vera forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk, sem getur hér kynnt sé mikilvægasta atvinnuveginn, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna.
Þegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, varð saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun í raun að stóriðju og saltfiskur hefur æ síðan skipt verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Grindvíkingar hafa löngu verið drjúgir við að saltfiskinn og sýningum sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina á því vel heima í þessu ágæta sjávarplássi við suðurströndina.
Sýningar textar eru bæði á íslensku og ensku.
Opnunartími
15. maí – 31. ágúst alla daga kl. 11-17
1. September - 14. maí alla daga nema sunnudaga kl 11-17
Aðgangur er ókeypis
Einnig hægt að taka á móti hópum utan afgreiðslutíma eftir samkomulagi.
View
Aðrir (2)
Almenningssamgöngur - upplýsingasíða | Klapparstígur 5a | 101 Reykjavík | 864-2776 |
Eldfjallaferðir | Víkurbraut 2 | 240 Grindavík | 426-8822 |