Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gisting

Hótel

Á Íslandi er fjöldinn allur af hótelum í ýmsum verð- og gæðaflokkum.

Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Á Reykjanesi má finna gott úrval hótela frá þriggja til fimm stjörnu þjónustu. Hótelin hafa öll hafa sinn stíl. Skoðaðu úrvalið og veldu það sem hentar þér.  

Gistiheimili

Á Reykjanesi er mikið úrval af gistiheimilum og eru þau flest einkerekin. Það getur verið skemmtileg upplifun að gista á heimilislegum og huggulegum stað þar sem hægt er að kynnast heimamönnum betur. 

Gistiheimili eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Farfuglaheimili og hostel

Einföld og ódýr gisting.

Hentar þeim sem vilja ekki eyða of miklu í gistingu. Farfuglaheimili eru sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki sem kýs einfaldan ferðamáta.

Bændagisting

Gisting á bóndabæ er alveg sérstök upplifun.

Fyrir þá sem vilja reyna eitthvað nýtt og komast nær fólkinu í landinu er bændagisting frábær kostur.

Sumarhús

Það er notalegt að gista í sumarhúsi.

Slík gisting er sérstaklega hentug þegar fleiri ferðast saman.

Heimagisting

Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin.

Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Íbúðir

Íbúðagisting er hentugur valkostur fyrir þá sem gjarnan vilja vera út af fyrir sig, elda sjálfir og komast í nánari snertingu við heimamenn. Hægt er að velja úr íbúðagistingu í ýmsum verðflokkum.