Reykjanes Geopark
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Helstu verkefni

Markaðsstofa Reykjanes ber ábyrgð á markaðssetningu Reykjaness eða Suðurnesja, eins og svæðið er jafnan kallað, sem áfangastaðar. 

  • Að þróa og styrkja ímynd Reykjaness sem áhugaverðan áfangastað á Íslandi.
  • Að vinna með ferðaþjónustunni og sveitarfélögum á svæðinu.
  • Að vinna með upplýsingamiðstöðvum og gestastofum á svæðinu og samræma upplýsingar sem gefnar eru út.
  • Að aðstoða hagsmunaaðila við að taka saman, samræma markaðsaðgerðir og viðburði innan svæðisins og vera ráðgefandi við markaðssetningu. 
  • Að taka saman rannsóknir á ferðahegðun og markhópagreiningu.
  • Að stuðla að nýsköpun í ferðaþjónustu á svæðinu, veita aðstoð og ráðgjöf.
  • Að stuðla að námskeiðum og vinnustofum um markaðsmál og nýsköpun fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og starfsmenn þeirra.
  • Að markaðssetja og kynna Reykjanes á vefnum og í samfélagsmiðlum, með útgáfu og þátttöku í vinnustofum, sýningum og markaðsverkefnum innanlands og erlendis.
  • Að taka þátt í verkefnum sem snúa að þróun ferðamála á Reykjanesi.

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík