Fara í efni

Á Íslandi er fjöldinn allur af hótelum í ýmsum verð- og gæðaflokkum.

Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Á Reykjanesi má finna gott úrval hótela frá þriggja til fimm stjörnu þjónustu. Hótelin hafa öll hafa sinn stíl. Skoðaðu úrvalið og veldu það sem hentar þér.  

Hótel Vogar
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Eldey Airport Hotel
Eldey Airport Hotel er fjölskyldurekið hótel innan 10 mínútna akstursfjarlægðar frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og um 20 mínútum frá Bláa Lóninu. Á hótelinu eru 50 herbergi sem öll eru með sér baðherbergi, skrifborð, hárþurrku og fylgir aðgangur að heita pottinum okkar og infra rauðu saununni og eru sloppar á öllum herbergjum. Móttakan er opin allan sólarhringinn. Hægt er að fá sér drykk hjá okkur á "Vindbarnum" og njóta hans úti í heita pottinum. Morgunverður er valkvæður hvort tekin er með kl:04-07 eða snæddur í morgunverðarsal kl:07-10 og kostar 2.200, - Hægt er að bóka hann um leið og herbergið.  Gestum okkar býðst að skilja bílinn sinn eftir hjá okkur meðan þeir fara til útlanda gegn því að gist sé hjá okkur nóttina fyrir eða eftir ferðalag.  Ef gesti okkar vantar aðstoð við að bóka ferðir þá getur starfsfólk okkar aðstoðað við það um leið og þeir bóka. Við svörum tölvupóstum ítarlega með öllum upplýsingum sem gestir okkar þurfa, en getum einnig aðstoðað þegar gestir eru komnir á hótelið.  Í setustofunni hjá okkur er hægt að setjast niður með bók, kveikja á sjónvarpinu og horfa á íþróttir eða bíómynd, eða fá sér bara drykk í rólegheitunum.  Verið velkomin!
Park Inn by Radisson Reykjavik Keflavik Airport
Glæsileg aðstaða á Park Inn by Radisson í KeflavíkPark Inn by Radissson er fjögurra stjörnu hótel í Keflavík. Hótelið, sem er aðeins 5 kílómetrum frá flugvellinum, er glæsilegt með björt og nútímaleg herbergi, vinsælan veitingastað og góða aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi og veislur. Bláa lónið er aðeins 20 mínútum frá hótelinu og einnig eru margir verðugir staðir og söfn að skoða í Reykjanesbæ. Veitingastaðurinn okkar, Library Bistro/bar, býður upp á upplifun á mat og drykk á pari við það allra besta sem gerist í París höfuðborg bistróanna. Staðurinn hefur hlotið mikið lof fyrir flotta hönnun, hlýlegt andrúmsloft og fjölbreyttan matseðil á sanngjörnu verði. Þú getur notið þess að kíkja í léttan hádegisverð, íburðarmeiri kvöldverð eða dykk og snarl á barnum.  Nánar um hótelið 5 kílómetrum frá Keflavík International Airport (KEF). 116 herbergi þar á meðal tvær juniour svítur including Morgunverðarhlaðborð er í boði frá 05:00 – 10:00. Á hótelinu er Library Bistro/bar, vinsæll veitingastaður hjá bæði hótelgestum sem og íbúum Reykjanesbæjar. Boðið er upp á ókeypis geymsu fyrir bílinn í upphitaðri bílageymslu og skutl upp á flugvöll á morgnana Fjórir tæknivæddir fundarsalir sem rýma yfir 300 gesti.
Northern Light Inn
Northern Light Inn er fjölskyldurekið hótel, heilsulind og veitingastður í nágrenni við Bláa lónið.  • Við bjóðum uppá 42 notaleg herbergi, 24/7 heiðarleika bar, öfluga nettengingu og gjaldfrjálsar ferðir í Bláa lónið.  • Á hótelinu er heilsulind með sánu, solarium, aurora floti, líkamsrækt og hressandi vellíðunarmeðferðum.  • Veitingastaðurinn Max’s býður uppá matseðil með hráefni úr héraði, Norræna sérrétti og úrvals vín.  Norðurljósin dansa yfir hótelinu frá september fram í apríl þegar aðstæður eru góðar. Frekari upplýsingar á þjónustu okkar má finna á miðlum okkar og með því að hafa beint samband. 
Hótel Keflavík
Hótel Keflavík er 4-stjörnu hótel á Íslandi og býður upp á hlýleg og þægileg herbergi, mörg hver nýuppgerð.  Á Hótel Keflavík leggjum við aðaláherslu á þægilega gistingu og faglega og vinalega þjónustu sem lætur þér líða eins og heima hjá þér. Við erum með 70 herbergi af öllum gerðum, allt frá 1ns manns, 2ja manna, 3ja manna og fjölskylduherbergi í Standard og Deluxe flokkum. Að auki erum við með úrval af svítum, bæði 1ns herbergis Junior og Lúxus svítum og 2ja herbergja fjölskyldusvítur í Deluxe og Lúxus flokkum. Herbergin eru öll með nýjum og þægilegum rúmum, sængur- og rúmfötum og eru vel búin með ísskáp, sjónvarpi, síma, öryggisskáp, kaffivél o.fl. Dvöl á Hótel Keflavík innifelur aðgang að líkamsræktarstöðinni okkar þar sem þú getur notað hvað sem þú vilt af fjölbreyttu úrvali líkamsræktartækja, spinning og pallatímum og slakandi gufubaði og ljósabekkjum. Vertu viss um að heimsækja fallega og nýuppgerða veitingastaðinn okkar í hádegis- og/eða kvöldverð.  KEF er fyrsta flokks veitingastaður sem býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur alltaf verið viss um gæðin. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana. Innifalið í verðinu hjá okkur er leigubíll í Leifsstöð við brottför, wi-fi aðgangur, aðgangur að líkamsræktarstöð og gufu, okkar margrómaða morgunverðarhlaðborð (opið kl. 5:00-10:00) og geymsla á bíl í allt að 3 vikur. Til okkar er aðeins 5 mín. akstur frá Leifsstöð, 15 mín. frá Bláa Lóninu og 40 mín. frá miðborg Reykjavíkur.  Við bjóðum frí bílastæði í vöktuðum stæðum.
Silica Hotel
Árið 2005 opnaði Silica hótel og var það um áraskeið lækningalind fyrir psoriasis meðferðir Bláa Lónsins. Þó psoriasis meðferðir fari þar enn fram, þá er hótelið í dag vinsæll áfangastaður til afslöppunar fyrir alla. Á Silica hótel eru 35 herbergi og einkalón fyrir hótelgesti.
Courtyard by Marriott Reykjanesbæ
Courtyard by Marriott Reykjavik Keflavik Airport er fyrsta sjálfbæra og vistvæna hótelið á Íslandi, staðsett nálægt KEF alþjóðaflugvellinum, inni í Reykjanes UNESCO Geopark. Hótelið er fallegt og stílhreint í fremsta gæðaflokki og býður upp 150 nútímaleg herbergi og tvö fundarherbergi, frítt Wi-Fi, Business Center, smávörumarkaðinn The Market og líkamsrækt sem er opinn allan sólarhringinn. Herbergin eru fallega innréttuð með deluxe king eða deluxe twin rúmum. Þau eru rúmgóð og sameina þægindi og gott aðgengi, eru með baðherbergi með rúmgóðum sturtuklefa, litlum ísskáp og te/kaffivél, ókeypis háhraða nettengingu og flatskjá. Þar er góð aðstaða til að vinna eða slaka á og njóta útsýnis til allra átta. Veitingastaðurinn, The Bridge, er opinn alla daga þar sem finna má fjölbreyttan matseðil við allra hæfi, bæði fyrir þá sem eru á hraðferð og þá sem vilja setjast niður og njóta góðs matar í fallegu og notalegu umhverfi. Á barnum eru framleiddir lúxus kokteilar og úrvals kaffiréttir og þar eru líka góð vín og kaldur á krana. Komið með vinnustaðinn ykkar eða vinahópinn og njótið þess að spila golf eða skoða undur Reykjanessins. Færið vinnustofuna út úr skrifstofunni og í fundarherbergin okkar, en til viðbótar við þau bjóðum við upp á fjölhæf vinnurými á opnu svæði. Þau eru með skjáum og háhraðatengingu og tilvalin fyrir vinnufundi, hlé eða óformlega fundi.Það tekur ekki nema 3 mínútur að keyra á Keflavíkurflugvöll og fyrir utan hótelið eru ókeypis bílastæði. Velkomin og njótið dvalarinnar!
Hótel Duus
Hotel Duus er mjög vel staðsett við rótgróinn veitingastað og með glæsilegt útsýni til sjávar í hjarta Reykjanesbæjar.
Lighthouse Inn
Lighthouseinn hótel býður upp glæsileg herbergi..  Við erum með 26 herbergi, 1manns, 2ja manna, 3ja manna og fjölskylduherbergi. Herbergin eru öll með nýjum og þægilegum rúmum, sængur- og rúmfötum og eru vel búin með ísskáp, sjónvarpi, öryggisskáp og hitakatli Einnig er bar á hótelinu.Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Diamond Suites
Diamond Suites er fyrsta 5-stjörnu hótelið á Íslandi og er staðsett á efstu hæðinni á Hótel Keflavík sem margir íslendingar þekkja nú þegar.  Á Diamond Suites leggjum við aðaláherslu á gæðagistingu í lúxusumhverfi og faglega og vinalega þjónustu sem lætur þér líða eins og heima hjá þér. Við bjóðum upp á úrval af einstökum svítum sem hver hefur sinn karakter og þema en allar fylltar með því besta í húsgögnum, tækjum og aðstöðu. Skoðið heimasíðuna okkar til að sjá fleiri myndir og fá nánari upplýsingar um svíturnar. Svíturnar eru allar með king-size hjónarúmi auk svefnsófa svo það geta gist allt að 4-5 manns í hverri svítu. Og með einstakri samsetningu á svítunum getum við boðið upp á 1ns herbergis svítur, 2ja herbergja svítu og 5 herbergja íbúðasvítu. Diamond Suites eru með einkasetu- og borðstofu með opnum arineldi, vel búnum eldhúskrók og svalir með heitum potti sem einungis stendur Diamond Suites gestum til boða. Dvöl á Diamond Suites innifelur aðgang að líkamsræktarstöðinni okkar þar sem þú getur notað hvað sem þú vilt af fjölbreyttu úrvali líkamsræktartækja, spinning og pallatímum og slakandi gufubaði og ljósabekkjum. Vertu viss um að heimsækja fallega og nýuppgerða veitingastaðinn okkar í hádegis- og/eða kvöldverð.  KEF er fyrsta flokks veitingastaður sem býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur alltaf verið viss um gæðin. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana. Innifalið í verðinu hjá okkur er allir skattar og gjöld, frír drykkur  við komu, frír leigubíll til og frá Leifsstöð, einkanettenging, aðgangur að líkamsræktarstöð,  gufu og heitum potti, sloppur og inniskór á svítunni og morgunverður að eigin vali, borinn fram milli 5:30-9:30 í einka Diamond Suites borðstofu. Til okkar er aðeins 5 mín. akstur frá Leifsstöð, 15 mín. frá Bláa Lóninu og 40 mín. frá miðborg Reykjavíkur.  Við bjóðum frí bílastæði í vöktuðum stæðum.
Hótel Berg
Berg er glæsilegt 36 herbergja hótel hannað í skandinavískum stíl. Staðsett við Keflavíkurberg með útsýni yfirsmábátahöfnina í einungis 7 mínútna aksturfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli.   Gestir hótelsins hafa afnot af sérlega skemmtilegri setlaug sem er á annarri hæð og vísar í átt að smábátahöfninni.  
The Retreat - Bláa Lónið
The Retreat sameinar heilsulind neðanjarðar, jarðhitalón, veitingastað sem endurglæðir íslenskar matreiðsluhefðir og 62 herbergja hótel sem hinn einstaki jarðsjór Bláa Lónsins umlykur. Á Retreat gefst gestum kærkomið tækifæri til að draga sig í hlé frá umheiminum og stíga inn í tímalausa veröld slökunar, endurnæringar og uppgötvana.
Konvin Hotel
Hótelið er það stærsta á Reykjanesi með 125 rúmgóð herbergi, öll með baðherbergjum, gervihnattasjónvarpi og nýjum rúmum. Á móttökusvæðinu er bar með afslöppuðu andrúmslofti og þægilegri setustofu. Morgunverður hefst daglega kl 4:00 og lýkur 10:00. Gestum hótelsins býðst að geyma bíla sína hjá hótelinu í allt að 3 mánuði á meðan á ferðalagi stendur. 

Aðrir (7)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Hótel Jazz Austurgötu 13 230 Reykjanesbær 422-7900
Hótel Keilir Hafnargata 37 230 Reykjanesbær 4209800
Keflavík Micro Suites Hafnargata 65 230 Reykjanesbær 766-0700
Airport Hótel Aurora Star Blikavöllur 2 235 Reykjanesbær 595-1900
Hótel Ásbrú Valhallarbraut 761 235 Reykjanesbær 426-5000
Hótel Tjarna Tjarnabraut 24 260 Reykjanesbær 835-5300