Á Reykjanesi eru allskonar áhugaverð söfn sem mörg hafa djúpa tengingu við sæðið.
Flest þeirra eru nokkuð hefðbundin og má þar nefna Bóka- lista- og minjasöfn, önnur eru óhefðbundnari og eru tileinkuð m.a víkingum, rokki, Jarðorku og öðru forvitnilegu.
Listasafn Reykjanesbæjar
Listasafn Reykjanesbæjar miðlar myndlist með fjölbreyttu sýningarhaldi, fyrirlestrum, leiðsögn, útgáfu og miðlun á vefnum www.listasafn.reykjanesbaer.is . Safnið stendur fyrir nokkrum nýjum sýningum ár hvert í sýningarsal Listasafnsins í Duus Safnahúsum.
Opið er alla daga kl. 12:00 -17:00.
View
Duus Safnahús - Menningar- og listamiðstöð
Duus Safnahús eru lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar og hýsa aðal sýningarsali Listasafns og Byggðasafns Reykjanesbæjar. Bæði söfnin hafa hlotið viðurkenningu Safnaráðs. Þar er einng Gestastofa Reykjaness jarðvangs (Geopark) og fleiri sýningar.
Lokað er á mánudögum. Opið er þriðjudaga til sunnudaga frá kl: 12:00-17:00.
View
Rokksafn Íslands
ROKKSAFN ÍSLANDS - ÓKEYPIS AÐGANGUR
Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi og er staðsett í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag.
Á safninu er að finna lítinn kvikmyndasal þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir um íslenska tónlist og hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söngklefa. Þá geta gestir skoðað sögu tónlistarmanna á gagnvirkum plötuspilurum sem voru sérstaklega framleiddir fyrir Rokksafn Íslands.
Á meðal þeirra muna sem eru að finna á safninu er trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar sem var m.a. notað á meistaraverkinu ...Lifun með Trúbrot, kjól sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu Jungle Drum, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, lúðrasveitarjakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu, kjól af Elly Vilhjálms, föt af Rúnari Júlíussyni, jakkaföt af Herberti Guðmundssyni, hljóðnema sem Megas söng í á tveimur plötum og þannig mætti lengi telja.
View
Þekkingarsetur Suðurnesja
Ef þú hefur áhuga á íslenskri náttúru og dýralífi, sjávardýrum, rannsóknum á sviði náttúrufræða og listum, þá er Þekkingarsetur Suðurnesja staður sem þú þarft að heimsækja! Þekkingarsetur Suðurnesja býður upp á þrjár áhugaverðar sýningar.
Í náttúrusalnum er hægt að skoða og snerta yfir 70 uppstoppuð dýr úr íslenskri náttúru og sjá lifandi sjávardýr í sjóbúrum. Þar er auk þess eina uppstoppaða rostung landsins að finna. Gaman er að flétta fjöruferð á Garðskaga saman við heimsókn í Þekkingarsetrið. Lífverum er þá safnað í fjörunni og þær svo skoðaðar í víðsjám í setrinu.
Í sögusalnum er hin glæsilega sýning Heimskautin heilla sem fjallar um líf og störf franska læknisins, vísindamannsins og heimskautafarans Jean-Baptiste Charcot. Rannsóknaskip hans, Pourquoi-Pas?, fórst við Íslandsstrendur árið 1936. Líkan af skipinu má sjá á sýningunni.
Á neðri hæð Þekkingarsetursins er að finna lista- og fræðslusýninguna Huldir heimar hafsins – ljós þangálfanna. Um er að ræða einkar fallega og fróðlega sýningu þar sem vísindalegum fróðleik um mikilvægi hafsins og hættur sem að því steðja er fléttað saman við ævintýraheim þangálfanna. Leitast er við að vekja fólk til vitundar um þann undraheim sem hafið er, mikilvægi þess fyrir lífríki jarðarinnar og tengingu mannkynsins við náttúruna.
Heimsókn í Þekkingarsetur Suðurnesja er tilvalin fyrir fjölskyldur og fróðleiksfúst fólk á öllum aldri. Taktu þátt í fjársjóðsleitinni okkar sem mun leiða þig áfram í spennandi ferðalag um nágrenni setursins í leit að dýrum, plöntum og sögufrægum stöðum. Finnir þú eitthvað spennandi er hægt að taka það með aftur í Þekkingarsetrið til frekari rannsókna.
Opnunartími:
Sumar (1. maí – 31. ágúst):Mánudaga – föstudaga: 10:00 til 16:00Laugardaga og sunnudaga: 13:00 til 17:00
Vetur (1. september – 30. apríl):>Sýningar lokaðar.
Sveigjanlegir opnunartímar í boði fyrir hópa (lágmark 20 manns) allt árið – pantið í síma 423-7555.
Frekari upplýsingar má finna á vef Þekkingarseturins.
View
Byggðasafn Reykjanesbæjar - Stekkjarkot
Stekkjarkot er lítill torfbær byggður fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra. En kotið var fyrst byggt á miðri 19.öld og komið í eyði um 1920. Búsetan var þó ekki samfellt. Kotið var endurreist á rústum hins gamla Stekkjarkots var opnað almenningi árið 1993. Það samanstendur af tveim húsum, það eldra frá 19. öld með hlóðaeldi og moldargólfi en það yngra frá 20. öld, þá er komin kolaeldavél og baðstofan ef öll þiljuð.
Kotið er í umsjón Byggðasafns Reykjanesbæjar, það er opið eftir samkomulagi, vinsamlegast sendið fyrirspurnir á: byggdasafn@reykjanesbaer.is, og nánari upplýsingar má finna á sofn.reykjanesbaer.is.
View
Byggðasafnið á Garðskaga
Byggðasafnið á Garðskaga er staðsett í miðri náttúruparadís þar sem fjölbreytt fuglalíf, náttúrufergurð og dýrarlíf skarta sínu fegursta.
Safnið var fyrst opnað 1995 og hefur verið starfrækt síðan. Safnið er alhliða byggða og sjóminjasafn og er sérstaða safnsins einstakt vélasafn þess. 60 vélar eru á safninu sem eru allar uppgerðar af Guðna Ingimundarsyni í Garði, flestar eru þær gangfærar. Safnið hefur til sýnis ýmsa muni sem tengdust búskaparháttum til sjós og lands, elstu munir eru orðnir yfir eitthundrað ára gamlir. Fallegt safn af gömlum útvörpum og ýmsum tækjum og tólum sem notuð voru á heimilum á fyrri árum, skólastofa, skóvinnustofa og verslun Þorláks Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Stór hluti af safninu eru sjóminjar, ýmsir hlutir sem notaðir voru við fiskveiðar og til verkunar fisks á landi. Á safninu er sexæringur, níu metra langur bátur með Engeyjarlagi smíðaður 1887.
Opnunartími: Safnið er opið kl. 10-17, frá 1. maí - 30. sept.
Frá október til apríl er byggðasafnið opið fyrir hópa sem panta heimsóknir í síma 862 1909, byggdasafn@sudurnesjabaer.is eða með skilaboðum á Facebook Byggðasafnið á Garðskaga.
View
1238: Baráttan um Ísland - Gestasýning
Sýningin 1238 Baráttan um Ísland segir sögu Sturlungaaldarinnar og með hjálp nýjustu tækni í miðlun og sýndarveruleika bjóðum við gestum á öllum aldri að taka þátt og upplifa átakamestu atburði Íslandssögunnar á einstakan hátt.
Sýningin í Víkingaheimum er gestasýning og býður gestum uppá að upplifa þennan einstaka heim sýndarveruleika sem hefur verið skapaður sýningunni á Sauðárkróki.
View
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Byggðasafn Reykjanesbæjar – Þar sem fortíðin speglast í nútímanum
Í Byggðasafni Reykjanesbæjar gefst tækifæri til að kynnast sögu svæðisins og sérkennum þess. Áhersla er lögð á að skoða þá þætti sem hafa mótað íbúana og umhverfi þeirra og setja í samhengi við Reykjanesbæ nútímans.
Sýningar Byggðasafns Reykjanesbæjar eru í Bryggjuhúsinu í Duus safnahúsum, Duusgötu 2-8 í Reykjanesbæ. Opnunatími: Lokað er á mánudögum. Opið er þriðjudaga til sunnudaga frá kl: 12:00-17:00.
Yfirstandandi sýningar:
Eins manns gull er annars rusl
Á sýningunni eru smáhlutir sem hafa verið framleiddir með ákveðið notagildi í huga. Þegar þeir hafa lokið hlutverki sínu enda þeir oftar en ekki í ruslinu. Hér gefst tækifæri til að rifja upp liðna tíð og virða fyrir sér hvernig myndskreytingar og vörumerki hafa breyst.
Ásjóna
Sýningin byggist upp af myndum sem hafa borist safninu í upprunalegum römmum. Myndir sem fá þann sess að vera settar í ramma og hafðar til sýnis hafa yfirleitt ákveðið gildi í augum eigandans. Væntumþykja, stolt eða söknuður eru meðal þeirra tilfinninga sem eru tjáð með þessum hætti.
Hér sit ég og sauma
Fatasaumur var eitt af verkefnum kvenna á árum áður og var saumaskapur mikilsmetið handverk. Tilkoma saumavélarinnar olli byltingu og sagt var að saumavél gæti sparað eina vinnukonu. Saumavélin varð í sumum tilfellum að atvinnutæki sem gerði konum kleift að sjá sér farborða.
Stekkjarkot í Innri-Njarðvík
Stekkjarkot er endurgert torfhús, dæmigert fyrir þau fjölmörgu kot sem einkenndu búsetu á svæðinu á 19. öld. Stekkjarkot var þurrabúð sem þýddi að landið var leigt og þar mátti ekki halda skepnur. Íbúar þurftu því að framfleyta sér með sjósókn. Búið var í Stekkjarkoti á 1885-1887 og svo aftur 1917-1923.
Stekkjarkot er opið eftir samkomulagi.
View
Bókasafn Reykjanesbæjar
Bókasafn Reykjanesbæjar er staðsett við Tjarnargötu 12 þar sem Ráðhús Reykjanesbæjar er einnig til húsa.
Safnið er opið alla virka daga frá klukkan 09.00 til 18.00 og frá klukkan 11:00 til 16:00 á laugardögum yfir vetrartímann. Bókasafnið er lokað á laugardögum yfir sumarmánuðina (júní, júlí og ágúst).
Á efri hæð safnsins er að finna afgreiðslu, skáldsögur, ævisögur, barnahorn, tímarit og fleira sem kallar á meiri samskipti.Á neðri hæð safnsins eru lestrarsalir, upplýsingaþjónusta, heimavinnuaðstaða og fleira sem krefst kyrrðar og rósemdar.Á safninu er þráðlaust net og hægt er að komast í tölvu.
Upplýsingaþjónusta: http://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn/thjonusta/upplysingathjonusta
Bókasafn Reykjanesbæjar er menningarmiðja bæjarins. Markmið safnsins er að veita íbúum aðgang að fjölbreyttum safnkosti og upplýsingum á mismunandi formi. Safnið stuðlar að eflingu menningar- og vísindastarfsemi, menntunar, símenntunar, atvinnulífs, íslenskrar tungu, ánægjulesturs og upplýsingalæsis. Bókasafnið á að vera hlutlaus staður, „þriðji staðurinn“ á eftir heimili, vinnu eða skóla.Öll börn í Reykjanesbæ fá frítt lánþegaskírteini til 18 ára aldurs.Starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar stendur fyrir viðburðum af ýmsu tagi og má nefna að á safninu er leshringur, skapandi samvera þar sem lögð er áhersla á margs konar handavinnu, notalegar samverustundir fyrir fjölskyldur með ung börn þar sem lesið er úr barnabókum. Heimskonur hittast einnig einu sinni í mánuði en þá koma saman konur af ólíkum uppruna og ræða málin.Í Bókasafni Reykjanesbæjar er vilji starfsfólks sá að hér sé einskonar gátt inn í samfélagið eða staður sem er eins og vin í eyðimörkinni þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
View
Náttúrustofa Suðvesturlands
Náttúrustofa Suðvesturlands var stofnuð árið 2000 og er ein af átta náttúrustofum landsins. Hún er staðsett að Garðvegi 1 í Sandgerði. Umdæmi stofunnar nær frá Hvalfjarðarbotni, um Þingvallavatn, niður Sogið og til ósa Ölfusár.
Stofnunin stundar náttúrufarsrannsóknir og vöktun af ýmsu tagi og ber þar helst að nefna vistfræði sjávarhryggleysingja, framandi tegundir við Ísland, rannsóknir á vistfræði fugla og vöktun og kortlagning strandsvæða. Náttúrustofan tekur einnig þátt í kennslu á öllum námsstigum.
Náttúrustofa Suðvesturlands er önnur af rannsóknarstoðum Þekkingarseturs Suðurnesja ásamt Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum. Þessar þrjár stofnanir deila rannsóknar- og tilraunarými að Garðvegi 1 og vinna jafnframt sameiginlega að mörgum rannsóknum.
View
Bókasafn Suðurnesjabæjar
Bókasafnið í Sandgerði er við hliðina á þróttamiðstöðinni í Sandgerði.
View
Víkingaheimar
Víkingaheimar í Reykjanesbæ er glæsilegt sýningahús sem hýsir nú fimm áhugaverðar sýningar þar á meðal víkingaskipið Íslending sem sigldi til Ameríku árið 2000. Húsnæðið er hannað af hinum margverðlaunaða arkitekt Guðmundi Jónssyni. Nútímaleg hönnun þess undirstrikar fegurð Íslendings.Aðgengi að safninu er góður fyrir fólki sem á erfitt með gang eða háð hjólastól/göngugrind. Gjafavara, ráðstefnu- og móttökusalir fyrir öll tækifæri og útisvæði fyrir víkingahátíðir eru einnig til staðar.
Opnunartími er 10 - 16 alla daga og hægt er að bóka morgunmat fyrir stærri hópa.
Sýningar:
Örlög guðannaSýning um norræna goðafræði og goðsögur. Gesturinn er leiddur í gegnum þennan forna hugmyndaheim og goð og goðheimar birtast ljóslifandi á myndrænan og nýstárlegan hátt þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild. Sýningin er samin og unnin af viðurkenndum íslenskum samtímalistamönnum og norrænufræðingum sem þarna leiða saman hesta sína til að skapa glæsilegt og nútímalegt listaverk um fornan menningararf.
Víkingar Norður-AtlantshafsinsSýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður-Ameríku. Sýningin var unnin í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum.
Víkingaskipið ÍslendingurSkipið er nákvæm eftirgerð af Gaukstaða skipinu, níundu aldar víkingaskipi og sigldi árið 2000 yfir Atlantshafið til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Nýja heimsins þúsund árum fyrr.
Landnám á ÍslandiMerkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi, nánar tiltekið frá Vogi í Höfnum og Hafurbjarnarstöðum.
Söguslóðir á ÍslandiKynning á helstu söguslóðum Íslands unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Rúmlega 30 staðir, söfn, sýningar, minjar, hátíðir, mannvirki og slóðir ákveðinna sagna er kynnt hér.
Nánari upplýsingar á www.vikingaheimar.is eða í síma 422-2000.
View
KVIKAN - Auðlinda- og menningarhús
Á efri hæð hússins er sýningin „Saltfiskur í sögu þjóðar“. Sýningin ætti að geta að vera forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk, sem getur hér kynnt sé mikilvægasta atvinnuveginn, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna.
Þegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, varð saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun í raun að stóriðju og saltfiskur hefur æ síðan skipt verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Grindvíkingar hafa löngu verið drjúgir við að saltfiskinn og sýningum sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina á því vel heima í þessu ágæta sjávarplássi við suðurströndina.
Sýningar textar eru bæði á íslensku og ensku.
Opnunartími
15. maí – 31. ágúst alla daga kl. 11-17
1. September - 14. maí alla daga nema sunnudaga kl 11-17
Aðgangur er ókeypis
Einnig hægt að taka á móti hópum utan afgreiðslutíma eftir samkomulagi.
View
Aðrir (1)
Myndasafn Minjafélagsins | Vogar | 190 Vogar | 440-6200 |