Búðu þig vel undir daginn með góðum morgunverð.
Nokkrir staðir á svæðinu opna snemma til að anna sívaxandi hópi gesta okkar sem vilja undirbúa sig vel fyrir daginn með góðum morgunverð. Skoðaðu úrvalið hér að neðan og veldu þann sem þér þykir bestur.
Hjá Höllu
Athugið að veitingastaðurinn Hjá Höllu í Grindavík er lokaður. Starfsemin hefur flutt sig um set til Sandgerðis með takmarkaðri þjónustu. Hægt er að fylgast með þjónustuframboði á heimasíðunni þeirra og samfélagsmiðlum.
Hjá Höllu er veitingafyrirtæki sem starfrækir tvo veitingastaði, á Keflavíkurflugvelli og í Grindavík. Þar að auki bjóðum við upp á fyrirtækja- og veisluþjónustu.
Okkar áhersla er að bjóða upp á hollan og heimilislegan mat sem kætir alla bragðlauka, ásamt því að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu.
Á staðnum okkar í Grindavík erum við með matseðil sem breytist á vikufresti, svo fjölbreytnin er í fararbroddi. Á matseðlinum er margt í boði; ferskur fiskur frá Grindavíkurhöfn, súpa og brauð, vegan- og grænmetisréttir, salöt og samlokur, svo fátt sé nefnt.
Auðvitað er svo alltaf heitt á könnunni hjá okkur og úrval af gómsætum kökum á boðstólum fyrir þá sem vilja sætt með kaffinu. Á hverjum morgni bökum við brauð og útbúum ferska djúsa, bústa, jógúrt og fleira sem má finna í okkar fallega kæli – tilvalið að grípa með sér í ferðalagið.
Opnunartímar: Virkir dagar: 8 – 17 (eldhúsið lokar 15) Laugardagar: 11 – 17 (eldhúsið lokar 16:30) Sunnudagar: Lokað
Hjá Höllu er reglulega með skemmtilega viðburði, eins og kvöldopnanir, pub quiz, bjórkvöld og fleira. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlum svo þú missir ekki af.
View
Hótel Keflavík
Hótel Keflavík er 4-stjörnu hótel á Íslandi og býður upp á hlýleg og þægileg herbergi, mörg hver nýuppgerð. Á Hótel Keflavík leggjum við aðaláherslu á þægilega gistingu og faglega og vinalega þjónustu sem lætur þér líða eins og heima hjá þér.
Við erum með 70 herbergi af öllum gerðum, allt frá 1ns manns, 2ja manna, 3ja manna og fjölskylduherbergi í Standard og Deluxe flokkum. Að auki erum við með úrval af svítum, bæði 1ns herbergis Junior og Lúxus svítum og 2ja herbergja fjölskyldusvítur í Deluxe og Lúxus flokkum.
Herbergin eru öll með nýjum og þægilegum rúmum, sængur- og rúmfötum og eru vel búin með ísskáp, sjónvarpi, síma, öryggisskáp, kaffivél o.fl.
Dvöl á Hótel Keflavík innifelur aðgang að líkamsræktarstöðinni okkar þar sem þú getur notað hvað sem þú vilt af fjölbreyttu úrvali líkamsræktartækja, spinning og pallatímum og slakandi gufubaði og ljósabekkjum.
Vertu viss um að heimsækja fallega og nýuppgerða veitingastaðinn okkar í hádegis- og/eða kvöldverð. KEF er fyrsta flokks veitingastaður sem býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur alltaf verið viss um gæðin. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana.
Innifalið í verðinu hjá okkur er leigubíll í Leifsstöð við brottför, wi-fi aðgangur, aðgangur að líkamsræktarstöð og gufu, okkar margrómaða morgunverðarhlaðborð (opið kl. 5:00-10:00) og geymsla á bíl í allt að 3 vikur.
Til okkar er aðeins 5 mín. akstur frá Leifsstöð, 15 mín. frá Bláa Lóninu og 40 mín. frá miðborg Reykjavíkur. Við bjóðum frí bílastæði í vöktuðum stæðum.
View
Núpan Deluxe
Heimilislegt og nútímanlegt hótel miðsvæðis í Keflavík.
Stutt er því í alla helstu þjónustu. Um 200 metrar í aðalgötu Keflavíkur, Hafnargötuna og Atlantshafið.
Það býður upp á nútímaleg herbergi, ókeypis Wi-Fi Internet og ókeypis bílastæði. Bláa Lónið er í innan við 20 mínútna akstursfjarlægð.
Herbergin á Núpan Deluxe eru annaðhvort með sér eða sameiginlega baðherbergisaðstöðu. Sum eru með setusvæði og skrifborð.
Safnið Víkingaheimar er í 5,2 km fjarlægð. Reykjavík er í 45 mínútna akstursfjarlægð.
View
Víkingaheimar
Víkingaheimar í Reykjanesbæ er glæsilegt sýningahús sem hýsir nú fimm áhugaverðar sýningar þar á meðal víkingaskipið Íslending sem sigldi til Ameríku árið 2000. Húsnæðið er hannað af hinum margverðlaunaða arkitekt Guðmundi Jónssyni. Nútímaleg hönnun þess undirstrikar fegurð Íslendings.Aðgengi að safninu er góður fyrir fólki sem á erfitt með gang eða háð hjólastól/göngugrind. Gjafavara, ráðstefnu- og móttökusalir fyrir öll tækifæri og útisvæði fyrir víkingahátíðir eru einnig til staðar.
Opnunartími er 10 - 16 alla daga og hægt er að bóka morgunmat fyrir stærri hópa.
Sýningar:
Örlög guðannaSýning um norræna goðafræði og goðsögur. Gesturinn er leiddur í gegnum þennan forna hugmyndaheim og goð og goðheimar birtast ljóslifandi á myndrænan og nýstárlegan hátt þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild. Sýningin er samin og unnin af viðurkenndum íslenskum samtímalistamönnum og norrænufræðingum sem þarna leiða saman hesta sína til að skapa glæsilegt og nútímalegt listaverk um fornan menningararf.
Víkingar Norður-AtlantshafsinsSýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður-Ameríku. Sýningin var unnin í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum.
Víkingaskipið ÍslendingurSkipið er nákvæm eftirgerð af Gaukstaða skipinu, níundu aldar víkingaskipi og sigldi árið 2000 yfir Atlantshafið til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Nýja heimsins þúsund árum fyrr.
Landnám á ÍslandiMerkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi, nánar tiltekið frá Vogi í Höfnum og Hafurbjarnarstöðum.
Söguslóðir á ÍslandiKynning á helstu söguslóðum Íslands unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Rúmlega 30 staðir, söfn, sýningar, minjar, hátíðir, mannvirki og slóðir ákveðinna sagna er kynnt hér.
Nánari upplýsingar á www.vikingaheimar.is eða í síma 422-2000.
View