PHOENIX 4.0 – Sjálfbærni, stafræn þekking og seigla ferðaþjónustunnar
Íslenski ferðaklasinn hefur opnað fyrir umsóknir í PHOENIX 4.0, styrkjaverkefni sem styður samstarfsverkefni í ferðaþjónustu. Verkefnið veitir allt að 25.000 evrur í styrk, án mótframlags, til verkefna sem bæta rekstur, seiglu og sjálfbærni.