Reykjanes kynnt sem heilsársáfangastaður á World Travel Market 2025
Markaðsstofa Reykjaness tók þátt í World Travel Market (WTM) í London dagana 4.–6. nóvember, einum stærsta og áhrifamesta vettvangi ferðaþjónustunnar á heimsvísu. Þar var Reykjanes kynnt sem heilsársáfangastaður með áherslu á sérstöðu svæðisins, nálægð við flugvöllinn, náttúrutengdar upplifanir og tækifæri sem tengjast almyrkvanum 2026.