400 þátttakendur sóttu ráðstefnu á Reykjanesi
Í byrjun október stóð Reykjanes jarðvangur (Reykjanes UNESCO Global Geopark) að alþjóðlegri ráðstefnu evrópskra jarðvanga í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Ráðstefnan sjálf stóð yfir í tvo daga með erindum og vinnustofum, auk dagsferða um Reykjanesið á þriðja degi. Rétt um 400 þátttakendur frá 30 löndum og yfir 190 jarðvöngum og stofnunum, sóttu ráðstefnuna, þar sem boðið var upp á um 230 erindi og vinnustofur.