Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Reykjanesið hefur uppá að bjóða mikið úrval af veitingastöðum, allt frá skyndibitastöðum til hágæða veitingastaða. Margir staðanna leggja mikið upp úr því að bjóða upp á hráefni úr héraði, má þar nefna að á Reykjanesi er rík hefð fyrir sjósókn og hafa veitingastaðir á svæðinu skapað sér sess á meðal bestu sjávarréttastöðum landsins.

Skoðaðu listann hér að neðan og sjáðu hvað Reykjanesið hefur uppá að bjóða.

Bryggjan Grindavík
Bryggjan er lokuð tímabundið vegna eldgosa á Reykjanesi. Fylgist með tilkynningum um endurskoðun á opnun staðarins.  Bryggjan er notalegt kaffihús, sem og veitingastaður og lifandi tónlistarstaður, staðsettur á bryggjunni við hliðina á Grindavikarhöfn.
Salthúsið
Salthúsið er hlýlegur veitingastaður í Grindavík með ferskan fisk, lamb og úrval annarra girnilegra rétta fyrir alla. Salthúsið er einstakt bjálkahús í aðeins 35 mín akstri frá Reykjavík og aðeins 6 mín akstri frá Bláa Lóninu. Við erum einnig með spennandi hópmatseðla, bæði ódýra og einfalda.
Papa´s Pizza
Fjölskylduvænn veitingastaður þar sem þú getur einnig sótt, eða fengið sent heim til þín. Við erum sérfræðingar í pizzum og djúpsteiktum fisk, bjóðum einnig uppá steikur, hamborgara, og ýmislegt fleira, getum tekið við hópum stórum sem smáum allt að 120 manns. Við erum staðsett beint á móti Saltfisksetrinu í Grindavík í um einnar mínútu göngufæri við höfnina. Erum með boltan í beinni og frítt wi-fi fyrir viðskiptavini. OPNUNARTÍMARVirkir dagar 11:30 - 20:00 Helgar 12:00 - 20:00
Moss veitingastaður - Bláa Lónið
Veitingastaðurinn Moss er einn sá fremsti á Íslandi og fékk þau einstöku viðurkenningu að vera valin í Michelin-handbókina 2019. Á veitingastaðnum má njóta magnaðs útýsinis yfir hraunbreiðuna sem umlykur Bláa Lónið. Matreiðslumenn Moss gleðja bragðlaukana með ljúffengum réttum úr fersku hráefni úr íslenskri náttúru – frá fjalli að fjöru. Hægt er að velja á milli 5-7 rétta samsettra seðla sem eru breytilegir eftir árstíðum eða vegan matseðils.
Bláa lónið
Bláa Lónið var stofn að árið 1992. Sérstaða þess er jarðsjórinn sem er að tveimur þriðju hlutum saltvatn og einum þriðja hluta ferskvatn. Hann finnst á allt að 2000 metra dýpi og er leiddur með lögn frá uppsprettunni að lóninu þar sem gestir geta notið hans og slakað á. Hann er ríkur af steinefnum, kísli og þörungum sem er grunnurinn í öllum húðvörum Bláa Lónsins. National Geographic hefur valið Bláa Lónið sem eitt af 25 undrum veraldar. Bláa Lónið hefur þróast í að vera upplifunarfyrirtæki sem byggir á spa, rannsóknum og þróun, húðvörum, hótelum og veitingum.
Lava restaurant, Bláa lóninu
Á LAVA helst einstakt íslenskt umhverfi og matur sem byggir á hreinu íslensku hráefni í hendur og veita einstaka íslenska upplifun. Ferskt sjávarfang og íslenskt lambakjöt setja svip sinn á matseðilinn. Nálægð við Grindavík tryggir aðgang að fersku sjávarfangi á degi hverjum. LAVA er byggður inn í hraunið sem umlykur Bláa Lónið. Einn veggur staðarins er náttúrulegur steinveggur en hinir eru háir glerveggir með útsýni yfir lónið.
Hjá Höllu
Athugið að veitingastaðurinn Hjá Höllu í Grindavík er lokaður. Starfsemin hefur flutt sig um set til Sandgerðis með takmarkaðri þjónustu. Hægt er að fylgast með þjónustuframboði á heimasíðunni þeirra og samfélagsmiðlum. Hjá Höllu er veitingafyrirtæki sem starfrækir tvo veitingastaði, á Keflavíkurflugvelli og í Grindavík. Þar að auki bjóðum við upp á fyrirtækja- og veisluþjónustu.  Okkar áhersla er að bjóða upp á hollan og heimilislegan mat sem kætir alla bragðlauka, ásamt því að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu.   Á staðnum okkar í Grindavík erum við með matseðil sem breytist á vikufresti, svo fjölbreytnin er í fararbroddi. Á matseðlinum er margt í boði; ferskur fiskur frá Grindavíkurhöfn, súpa og brauð, vegan- og grænmetisréttir, salöt og samlokur, svo fátt sé nefnt.  Auðvitað er svo alltaf heitt á könnunni hjá okkur og úrval af gómsætum kökum á boðstólum fyrir þá sem vilja sætt með kaffinu. Á hverjum morgni bökum við brauð og útbúum ferska djúsa, bústa, jógúrt og fleira sem má finna í okkar fallega kæli – tilvalið að grípa með sér í ferðalagið.  Opnunartímar: Virkir dagar: 8 – 17 (eldhúsið lokar 15) Laugardagar: 11 – 17 (eldhúsið lokar 16:30) Sunnudagar: Lokað  Hjá Höllu er reglulega með skemmtilega viðburði, eins og kvöldopnanir, pub quiz, bjórkvöld og fleira. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlum svo þú missir ekki af. 
KEF Restaurant
KEF hefur verið margrómaður veitingastaður í Keflavík um árabil og er vinsæll meðal heimamanna jafnt sem ferðamanna. Við bjóðum ykkur velkomin til að koma og njóta alls hins besta í mat og drykk í glæsilegum og nýuppgerðum veitingasal, bar og bistro þar sem við berum einnig fram morgunverð alla daga ársins.  Á KEF leggjum við áherslu á ævintýralega rétti úr fersku hráefni úr héraði og faglega og vinalega þjónustu sem lætur þér líða eins og heima hjá þér. Góður matur er ómissandi hluti af öllum ferðalögum og við bjóðum upp á úrval möguleika. KEF veitingastaður er fyrsta flokks a la carte veitingastaður sem býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur alltaf verið viss um gæðin. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana. KEF bar er smár að stærð en býður upp á risastórt úrval af víni, viskí, bjórum og kokteilum og að sjálfsögðu uppáhaldskaffidrykkinn þinn. KEF bistro er tilvalinn til að eiga rólegan eftirmiðdag eða kvöldstund með léttum réttum og drykkjum á meðan horft er á það er í sýningu á stóra tjaldinu þann daginn, spjallað eða spilað. KEF morgunverður er margrómaður innanlands og utan og fá hótel á Íslandi sem bjóða uppá jafn vel útilátinn morgunverð og boðinn er daglega á Hótel Keflavík: margar sortir af smurðu brauði, skornum ávöxtum og grænmeti og kjötáleggi, egg, ostur og fjölbreytt úrval af brauði, kexi og kökum ásamt hefðbundnu morgunkorni og súrmjólk. Glúten-frítt brauð og mjólkurlausar mjólkurvörur eru til en þarf að biðja um. Skyr og Lýsi eru ávallt í boði ásamt úrvali af heitum og köldum drykkjum eins og kaffi, te, kakó, mjólk og ávaxtasafa. Heitir réttir eins og pylsur, bakaðar baunir, heitar samlokur og ofnréttir með osti, pylsum, eggjum og grænmeti eru bornir fram eftir kl. 06:00 en hlaðborðið opnar kl. 05:00 og er opið til kl. 10:00. KEF er tilvalinn til að snæða einn, emð ástvinum, félögum eða í hóp. Einnig er hægt að panta hjá okkur sal fyrir einkaviðburði og við bjóðum alla velkomna, hótelgesti jafnt sem gesti inn af götunni.
Issi Fish & Chips
Public deli
Stefna Public deli er að létta viðskiptavinum lífið með einföldum lausnum og bragðgóðum mat. Public deli er ný hugmyndafræði á Íslandi þar sem þjónusta á sviði veitingareksturs og matvöru er sameinuð á einum stað. Hugmyndin er byggð á erlendri fyrirmynd sem er að ryðja sér til rúms í Evrópu. Public deli er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem viðskiptavinir geta pantað sér mat og sest niður í þægilegu umhverfi eða pantað og tekið með sér og verslað í leiðinni það helsta fyrir heimilið.
Víkingaheimar
Víkingaheimar í Reykjanesbæ er glæsilegt sýningahús sem hýsir nú fimm áhugaverðar sýningar þar á meðal víkingaskipið Íslending sem sigldi til Ameríku árið 2000. Húsnæðið er hannað af hinum margverðlaunaða arkitekt Guðmundi Jónssyni. Nútímaleg hönnun þess undirstrikar fegurð Íslendings.Aðgengi að safninu er góður fyrir fólki sem á erfitt með gang eða háð hjólastól/göngugrind.  Gjafavara, ráðstefnu- og móttökusalir fyrir öll tækifæri og útisvæði fyrir víkingahátíðir eru einnig til staðar. Opnunartími er 10 - 16 alla daga og hægt er að bóka morgunmat fyrir stærri hópa.  Sýningar: Örlög guðannaSýning um norræna goðafræði og goðsögur. Gesturinn er leiddur í gegnum þennan forna hugmyndaheim og goð og goðheimar birtast ljóslifandi á myndrænan og nýstárlegan hátt þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild. Sýningin er samin og unnin af viðurkenndum íslenskum samtímalistamönnum og norrænufræðingum sem þarna leiða saman hesta sína til að skapa glæsilegt og nútímalegt listaverk um fornan menningararf. Víkingar Norður-AtlantshafsinsSýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður-Ameríku. Sýningin var unnin í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum. Víkingaskipið ÍslendingurSkipið er nákvæm eftirgerð af Gaukstaða skipinu, níundu aldar víkingaskipi og sigldi árið 2000 yfir Atlantshafið til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Nýja heimsins þúsund árum fyrr. Landnám á ÍslandiMerkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi, nánar tiltekið frá Vogi í Höfnum og Hafurbjarnarstöðum. Söguslóðir á ÍslandiKynning á helstu söguslóðum Íslands unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Rúmlega 30 staðir, söfn, sýningar, minjar, hátíðir, mannvirki og slóðir ákveðinna sagna er kynnt hér. Nánari upplýsingar á www.vikingaheimar.is eða í síma 422-2000.
LiBRARY bistro / bar
LiBRARY bistro/bar er veitingastaður á Park Inn by Radisson hótelinu í Kelfavík. LiBRARY býður upp á upplifun á mat og drykk á pari við það allra besta sem gerist í París, höfuðborg bistróanna. Staðurinn hefur hlotið mikið lof fyrir flotta hönnun, hlýlegt andrúmsloft og fjölbreyttan matseðil á sanngjörnu verði. Þú getur notið þess að kíkja til okkar í léttan hádegisverð, íburðarmeiri kvöldverð eða dykk og snarl á barnum. LiBRARY barSeturstofan og barinn okkar er kjörin staður fyrir vini og vandamenn að hittast í rólegheitum í drykk og spjall. Opnunartímar eldhúsins á LiBRARY bistro Alla daga frá 11:30 - 22:00Opnunartímar LiBRARY bar Mánudagar til fimmtudaga 11:30 – 22:00 Föstudaga til sunnudaga 11:30 – 24:00 BrunchVið bjóðum upp á mikið úrval af „brunch“ réttum um helgar og að sjálfösgðu klassíska brunch kokteila eins og Mimósa og Bloddy Mary Brunch er í boði laugardaga og sunnudaga frá 11:30 – 15:00 LiBRARY Happy HourKíktu við í happy hour og fáðu góðan afsláttur af víni, bjór og kokteilum. Happy hour alla daga frá 15:00 til 19:00.
Sjávarsetrið
Sjávarsetrið er nýr veitingarstaður staðsettur við höfnina í Sandgerði. Hlýleg og notaleg innviði hússins grípa mann um leið og gengið er inn svo hér ætti öllum að líða vel. Sjávarsetrið er hugsjón tveggja ungra hjóna sem koma úr ólíkum áttum og hafa ólíkan matarsmekk. Concept staðarins skapaðist úr þessu kombói. Á meðan sumir í hópnum vildu sjávarréttastað vildu aðrir notalegan stað með örlítið fjölbreyttara úrvali. Úr varð týpískur veitingastaður með sjávarréttaívafi. Staðurinn hefur þá sérstöðu að borhola er í bakgarðinum. Þar af leiðandi er lifandi skelfiskur á staðnum og alltaf ferkst hráefni
Take Off Bistro
Take Off Bistro er nýr huggulegur veitingastaður á Konvin hótelinu á Ásbrú. Lagður er metnaður í einfaldan og vandaðann matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin.  Matseðilinn, tilboð og upplýsingar má finna inn á heimasíðu staðarins og samfélagsmiðlum.  Happy hour er daglega. Hægt er að bóka borð með því að hafa samband í gegnum miðla staðarins eða á Dineout appinu.
Northern Light Inn
Northern Light Inn er fjölskyldurekið hótel, heilsulind og veitingastður í nágrenni við Bláa lónið.  • Við bjóðum uppá 42 notaleg herbergi, 24/7 heiðarleika bar, öfluga nettengingu og gjaldfrjálsar ferðir í Bláa lónið.  • Á hótelinu er heilsulind með sánu, solarium, aurora floti, líkamsrækt og hressandi vellíðunarmeðferðum.  • Veitingastaðurinn Max’s býður uppá matseðil með hráefni úr héraði, Norræna sérrétti og úrvals vín.  Norðurljósin dansa yfir hótelinu frá september fram í apríl þegar aðstæður eru góðar. Frekari upplýsingar á þjónustu okkar má finna á miðlum okkar og með því að hafa beint samband. 
Paddy´s Beach Pub
Paddy's er frekar óhefðbundinn írskur bar í hjarta Keflavíkur. Paddy's býður upp á svalandi drykki, lifandi tónlist, pub quiz, íþróttir í beinni og strandblak í bakgarðinum. 
Hjá Höllu
Hjá Höllu er í suðurbyggingu flugvallarins, við C hliðin og því opin öllum hvort sem ferðinni er heitið til Evrópu eða eitthvert annað.  Stutt er í öll brottfararhlið frá þessum stað og því tilvalið að setjast þar niður áður en farið er í flug Við erum með eldofn á staðnum og bjóðum því upp á eldbakaðar pizzur sem tekur örstuttan tíma að útbúa Einnig erum við réttina okkar í kælinum þ.e. samlokur, salöt, djúsa, boosta og margt annað hollt.

Aðrir (16)

Mai Thai Bistro Laugavegur 116 101 Reykjavík 581-1440
Vellir Sportbar Tjarnarvellir 3 221 Hafnarfjörður 660-4915
Oriento middle eastern grill Hafnargata 36a 230 Reykjanesbær 555-0801
Fernando's Restaurant Hafnargata 28 230 Reykjanesbær 555-4321
Thai Keflavík Hafnargata 39 230 Reykjanesbær 421-8666
Olsen Olsen Hafnargata 62 230 Reykjanesbær 659-6138
Ráin Hafnargata 19a 230 Reykjanesbær 421-4601
Brons Keflavík Sólvallagata 2 230 Reykjanesbær 869-0180
Langbest ehf Aðalgata 60 235 Reykjanesbær 421-4777
Veitingahúsið Brúin Hafnargötu 26 240 Grindavík 426-7080
Max´s Restaurant Norðurljósavegur 1 240 Grindavík 426-8650
Röstin - veitingastaður Skagabraut 100 250 Suðurnesjabær 422-7220
doddagrill Heiðartún 1 250 Suðurnesjabær 8679547
KFC - Kentucky Fried Chicken Krossmói 2 260 Reykjanesbær 570-6766
Búllan Reykjanesbæ Iðjustígur 1 260 Reykjanesbær 519-5210
Serrano Krossmói 4 260 Reykjanesbær 519-6920