Tignarlegur viti stendur á Suðvesturodda Reykjaness og hefur staðið á Bæjarfelli þar frá árinu 1908.
Stampar
Yngri-Stampagígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á árunum 1210-1240. Gígaröðin er um 4 kílómetrar að lengd og er flatarmál þess hrauns sem þá rann um 4,6 km2. Þeir tveir gígar sem næst eru veginum, nefndir Stampar, eru við norðurenda gígaraðarinnar. Sunnar á gígaröðinni má sjá fleiri stæðilega gíga s.s. Miðahóll, Eldborg dýpri og Eldborg grynnri sem allir voru notaðir sem mið við fiskveiðar fyrr á tímum. Flestir gígarnir eru þó lágir klepragígar og lítt áberandi.
Valahnúkur
Sambland af hraunmolum og harðnaðri gosösku sem finnst í Valahnúk nefnist túff. Túff myndast þegar 1200°C heit bráð kólnar snögglega í vatni. Þá verður til glersalli þar sem kristallar hafa hafa ekki tíma til að vaxa. Sallinn ummyndast fljótt í móberg.
Valahnúkamöl
Gunnuhver
Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi. Gunnuhver er þekktasti hverinn þar en hann mun draga nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli miklum usla á svæðinu þar til að Eiríkur Magnússon, prestur í Vogsósum, tókst að koma draugnum fyrir með því að senda hann í hverinn
Stóra-Sandvík
Stór- og Litla- Sandvík eða Sandvíkur, sunnan Hafnabergs á Reykjanesi. Þar er vinsæll áningarstaður ferðafólks á leið um utanvert Reykjanes. Sandfjara með háum melgresishólum handan við. Við Sandvík endar Hafnaberg með fallegum klettum sem eru hluti af sprungugjám.
Hafnaberg
Hafnaberg er mjög vinsælt til útivistar. Bílastæði og merkt gönguleið að Hafnabergi er um 4 km frá Höfnum. Við Hafnaberg má finna fjölskrúðugt fuglalíf og frábært útsýni yfir hafið. Mikilvægt þó er að fara gætilega þar sem brú bergsins er brotakennd.
Karlinn
Karlinn (Karl) er um 50-60 metra hár klettur eða forn gígtappi sem stendur tignarlegur í hafinu úti fyrir Valahnúk þar sem sjávaraldan hefur rofið klettinn um áranna rás. Karlinn er vinsæll meðal ferðamanna og ljósmyndara enda er hann mikilfenglegur og sérstaklega þegar aldan skellur á með miklum ofsa.
Brúin milli heimsálfa
Byggð hefur verið brú á milli "plötuskilanna" upp af Sandvík á Reykjanesi þar gefst kostur á að upplifa það að ganga á milli heimsálfa (jarðfræðilega séð) Fólki að kostnaðarlausu.