Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Mikið úrval af ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum er um allt land. 

Gagnlegt getur verið að heimsækja ferðaskrifstofu annað hvort á netinu eða utan, við skipulagningu ferðar, hvort sem ætlunin er að bóka hópferð eða ferðast á eigin vegum. Hér eru þær sem eru í boði á Reykjanesi.

 

DIVE.IS
DIVE.IS / Sportköfunarskóli Íslands var stofnaður árið 1997 til þess að kenna fólki að kafa og hefur haldið fjölmörg köfunarnámskeið í gegnum tíðina. Við byrjuðum fljótlega að fara með innlenda og erlenda kafara að kafa í Silfru, sem er einn af okkar uppáhalds köfunarstöðum nálægt Reykjavík. Tíminn leið og smám saman fóru kafararnir okkar að deila frábærri reynslu sinni af ferðum í Silfru þannig að hún varð heimsþekktur köfunarstaður. Við erum stolt af því að vera leiðtogar á okkar sviði á Íslandi og förum nú daglega margar köfunar- og snorklferðir á Silfru og aðra stórbrotna köfunarstaði. Okkar starfsfólk er með hæstu PADI köfunarréttindi og drifið áfram af ást og virðingu fyrir íslenskri náttúru, undirdjúpunum og hvert öðru. Við erum þar að auki 5 stjörnu PADI köfunarmiðstöð en PADI eru virt köfunarsamtök og gefa út flest köfunarréttindi í heiminum. Vinsælustu ferðir DIVE.IS eru snorkl og köfunarferðir í Silfru og Kleifarvatn. Við bjóðum einnig uppá fjölda köfunarnámskeiða og lengri köfunarferða á fjölbreytta köfunarstaði. Sjáðu ferðirnar okkar á Youtube  Snorkl ferðir Þú þarft engin réttindi eða reynslu til að snorkla enda flýturðu á yfirborðinu og nýtur útsýnisins. Við snorklum í þurrgalla og vatteruðum undirgalla sem heldur öllum hlýjum og þurrum meðan á snorklinu stendur. Snorkl hentar fyrir alla fjölskylduna (eldri en 12 ára sem kunna að synda). Snorkl í Silfru ferðin okkar var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019. Snorkl ævintýri í Silfru á Þingvöllum er ógleymanlega stund þar sem þú upplifir leyndardóma undir yfirborðinu í ótrúlega tæru vatni.  Snorkl í Kleifarvatni er allt öðruvísi en engri síðri upplifun. Við snorklum yfir köldum en bubblandi hver og loftbólurnar eru heillandi sýn, stundum líkt við að vera í kampavínsglasi. Mjög fáir eru á svæðinu þannig að tilfinningin er eins og að vera ein(n) með náttúrunni. Myndband af snorkli í Silfru  Snorkl í Kleifarvatni  Köfunarferðir Ef þú ert með köfunarréttindi geturðu komið í köfunarferðir út um allt með okkur. Við köfum í Silfru og á ýmsum stöðum um allt land. Köfun í Silfru er vinsælasta ferðin okkar enda státa ekki margir aðrir köfunarstaðir af jafnmiklu víðsýni og tæru vatni og Silfra.  Köfunarnámskeið Ef í þér býr kafari þá erum við hjá Dive.is Sportköfunarskóla Íslands með námskeiðin fyrir þig. Eftir námskeið hjá okkur færðu PADI réttindi sem þú getur notað hvar sem er í heiminum til lífstíðar. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá okkur. Láttu drauminn rætast og komdu að kafa með Dive.is. Víkingapakkinn er námskeiðið fyrir þig ef þú vilt kafa í Silfru. Þú færð byrjunarréttindi og þurrbúningaréttindi frá PADI og endar svo á því að kafa í Silfru.  Fyrir hópa Við erum með ýmsa skemmtilega möguleika fyrir hópinn þinn, hvort sem það er fjölskyldan, vinirnir, vinnufélagarnir, gæsa- eða steggjahópurinn.  Snorkl í Silfru er frábær upplifun fyrir hópa. Á Kleifarvatni getum við boðið upp á heildarpakka með snorkli, hellaferð í Leiðarenda og heimsókn í kúlurnar í Hafnarfirði að fræðast um norðurljósin. Hægt er að vera með grill og hafa það notalegt í hrauninu við kúlurnar.  Prufuköfun er svo frábær skemmtun fyrir hóp sem hefur áhuga að prófa að kafa. Við köfum í sundlaug og hópurinn fær að prófa búnaðinn og fræðast um líf kafarans.
Litli hvíti kastalinn
Litli hvíti kastalinn bíður upp á tvær nýlegar Stúdíó íbúðir í fögru umhverfi og göngufæri frá aðal veitinga og verslunargötu Keflavíkur/Rnb.  Einungis 6 mínútna akstur er frá flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Litli Hvíti Kastalinn rekur auk þess ferðaskrifstofu, sér um bókanir og bíður upp á ferðir á alla helstu ferðamannastaði landsins. Í Stúdíó-íbúð 1 er boðið upp á gistingu fyrir 3 fullorðna í þægilegum rúmum í opnu rými.   Ungbarnarúm er einnig í boði án aukagjalds.   Í íbúðinni er eldhúskrókur þar sem útbúa má minni máltíðir t.d. morgunverð og meðal búnaðar þess er örbylgjuofn, ísskápur, brauðrist, hita-ketill og einnar hellu spanhelluborð. Stúdíó-íbúð 2 er staðsett í bakgarðinum og er hún afar vel útbúin með þægindi í huga.  Íbúðin bíður upp á gistingu fyrir 2 fullorðna í þægilegu tvíbreiðu rúmi og ungbarnarúm er einnig í boði án gjalds.   Íbúðin er útbúin  með fullbúnu eldhúsi og sér svefnherbergi.  Baðherbergið er útbúið með sturtu og er innangengt úr svefnherbergi.  Auk búnaðar sem Stúdíó 1 bíður upp á er í boði skóburstunarvél, BlueTooth hátalari, skrifborð og full eldunaraðstaða. Báðar íbúðir eru með sér inngang og verönd, útbúnar með Smart-TV með yfir 200 rásum til að velja úr.  Rúm beggja íbúða eru útbúin þægilegum dínum og hágæða rúmfatnaði.  Baðherbergin eru útbúin með sturtu og meðal staðalbúnaðar er hársápa, hárnæring, bómullarpúðar, tíðatappar, hárblásari, eyrnapinnar, sloppar, handklæði og þvottaklútar. Háhraða WiFi fylgir að sjálfsögðu báðum íbúðum. Heitur pottur/Jacussi er í bakgarði Litla Hvíta Kastalans og er gestum velkomið að njóta hans án gjalds. Reiðhjól eru einnig í boði án gjalds og auk þess njóta gestir Litla Hvíta Kastalans afsláttar á vinsælustu veitingastöðum bæjarins. Í litla Hvíta Kastalanum leitumst við ekki einungis eftir að bjóða upp á gistingu, heldur auk þess frábæra upplifun í fallegu umhverfi.  
2Go Iceland Travel
Um 2Go Iceland Travel   Ferðaskrifstofa staðsett í Reykjanesbæ með fullt starfsleyfi frá Ferðamálastofu. Okkar helsta markmið er að kynna og sýna einstaka íslenska náttúru og menningu fyrir ferðamönnum í einkaferðum, litlum hópaferðum og lengri ferðum um landið. Skipuleggjum einnig sérferðir fyrir litla hópa sem vilja fara ótroðnar slóðir.  Við höfum einnig mikla reynslu í skipulagningu lúxusferða og hvataferða þar sem áhersla er lögð á að vinna hlutina öðruvísi. Ísland er einstakt land bæði þegar kemur að náttúrufegurð og menningu. Við viljum að heimurinn kynnist okkar landi og þjóð með því að koma í heimsókn hingað. Það hvetur okkur áfram að gera allar okkar ferðir einstakar.  
Guide to Iceland
Guide to Iceland er íslenskt markaðstorg sem sameinar yfir 1500 íslenska ferðaþjónustuaðila. Á heimasíðunni okkar finnur þú allar upplýsingar um ferðir, bílaleigur og afþreyingu sem henta þínum þörfum. Við búum yfir 9 ára reynslu og leggjum metnað í að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og að upplifun viðskiptavina sé ætíð höfð í fyrirrúmi.   Guide to Iceland hefur hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Travel Agency frá World Travel Awards 4 ár í röð, frá 2018-2021. Guide to Iceland hefur einnig hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Destination Management Company frá World Travel Awards 2 ár í röð, 2020 og 2021. 
GeoCamp Iceland
GeoCamp Iceland er fræðslu- og ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslutengdum verkefnum og móttöku nemenda- og kennarahópa með áherslu á jarðvísindi, náttúruvísindi, umhverfismál, orkunýtingu og loftslagsbreytingar. GeoCamp Iceland leggur áherslu á virkt samstarf innlendra og erlendra fræðsluaðila við þróun fræðsluefnis, hönnun verkefna í náttúru Íslands fyrir nemendahópa og gerð handbóka fyrir útikennslu, með það að markmiði að efla mennta- og fræðslutengda ferðaþjónustu á Íslandi.
Hidden Iceland
Hidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum hér á landi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á persónusniðnar ferðir með litlum hópum, að hámarki 12 manns, um land allt. Í öllum ferðum Hidden Iceland fer reyndur leiðsögumaður með hópinn sem fræðir og skemmtir en umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Leiðsögumenn okkar hafa allir áralanga þjálfun, þekkingu á Íslandi, sögunni og jarðfræðinni. Við höfum hannað ferðirnar okkar þannig að við værum ekki bara spennt heldur stolt að taka fjölskyldu okkar og vini með í för til að upplifa töfra Íslands. ÁætlunarferðirHidden Iceland býður upp á úrval dags og pakkaferða frá Reykjavík. Hvort sem það er dagsferð um gullna hringinn í náttúruböðum og matarupplifun, tveggja daga ævintýraferð um suðurströndina endilanga með jöklagöngu á einum af stórkostlegu jöklunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða fjögurra daga ferðalag um vestfirsku fjöllin og firðina. Sérferðir og ferðaskipulagningHidden Iceland býður einnig upp á sérferðir fyrir pör og hópa hvort sem að það eru dagsferðir frá Reykjavík eða lengri ferðir hringinn í kringum landið. Ferðirnar eru allar sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig, með eða án leiðsagnar, þar sem Hidden Iceland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur. Hvataferðir og fyrirtækjapakkarVið bjóðum upp á ýmsar spennandi hvataferðir og fyrirtækjapakka sem er sérsniðinn að þínum hóp. Tilvalið fyrir árshátíðarferðina, stórafmælið eða hópeflið. Hafið samband við Hidden Iceland og við setjum saman fullkomna ferð fyrir þinn hóp. Þá er ekkert annað að gera en að reima á sig gönguskónna og slást í för með okkur í næsta ævintýri! Við hlökkum til að fá ykkur með. Frekari upplýsingar má nálgast á www.hiddeniceland.is eða senda tölvupóst á info@hiddeniceland.is. 
Iceland Moments
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions
Reykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla. Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/ Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð. www.re.is
Pink Iceland
Pink Iceland sérhæfir sig í skipulagningu ferða, afþreyingar, viðburða og brúðkaupa fyrir hinsegin ferðamenn. Pink Iceland býður upp á sérsniðnar „hinsegin ferðir“ þar sem er lagt upp með fordómalaust viðmót í samstarfi við útvalda aðila sem geta uppfyllt kröfur fyrirtækisins. Fyrirtækið tekur að sér skipulagningu brúðkaupa, brúðkaupsferða og öllu því sem því tilheyrir. Pink Iceland sér um skipulagningu Rainbow Reykjavik, sem er árleg hinsegin vetrarhátíð. Pink Iceland vann til Nýsköpunarverðlauna SAF árið 2012 og er stoltur aðili að IGLTA (International Gay and Lesbian Travel Association).    
Bláa lónið
Bláa Lónið var stofn að árið 1992. Sérstaða þess er jarðsjórinn sem er að tveimur þriðju hlutum saltvatn og einum þriðja hluta ferskvatn. Hann finnst á allt að 2000 metra dýpi og er leiddur með lögn frá uppsprettunni að lóninu þar sem gestir geta notið hans og slakað á. Hann er ríkur af steinefnum, kísli og þörungum sem er grunnurinn í öllum húðvörum Bláa Lónsins. National Geographic hefur valið Bláa Lónið sem eitt af 25 undrum veraldar. Bláa Lónið hefur þróast í að vera upplifunarfyrirtæki sem byggir á spa, rannsóknum og þróun, húðvörum, hótelum og veitingum.

Aðrir (30)

Troll Expeditions Fiskislóð 45G 101 Reykjavík 5195544
TourDesk Lækjartorg 5 101 Reykjavík 5534321
Gray Line Iceland Klettagarðar 4 104 Reykjavík 540-1313
Þín leið 105 Reykjavík 899-8588
Made in Mountains Úthlíð 6 105 Reykjavík 868-4750
Iceland Unlimited ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík 415-0600
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Travelling Iceland Hléskógar 8 109 Reykjavík 864-1336
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Activity Iceland Koparslétta 9 116 Reykjavík 533-6003
Fjallabak Skólavörðustígur 12 121 Reykjavík 824-3072
Arctic Exposure Skemmuvegur 12 (blá gata) 200 Kópavogur 617-4550
Iceland explore Tours ehf. Lækjarhjalli 32 200 Kópavogur 699-4613
Season Tours Fífuhjalli 19 200 Kópavogur 8634592
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Cool Travel Iceland Tröllakór 20 203 Kópavogur 5172665
Adventure Patrol sf. Flesjakór 13 203 Kópavogur 666-4700
Deluxe Iceland Steinhella 17a 221 Hafnarfjörður 490-6006
Anglers.is – Veiðileyfavefur Hafnargata 27a 230 Reykjanesbær 897-3443
Beanz Smiðjuvellir 3 230 Reykjanesbær 862-1809
DMC N Lngholt 11 230 Reykjanesbær 660-7478
KEF Service ehf. Bragavellir 7 230 Reykjanesbær 696-7777
Nortbound Flugvallarbraut 941 232 Reykjanesbær 821 1347
Njóttu ehf. Efrahóp 22 240 Grindavík 6641621
New Horizons Holtsgata 52 260 Reykjanesbær 857-0646
Harpa Travel ehf. Hraunsvegur 2 260 Reykjanesbær 899-8550
Go Icelandic Njarðarbraut 1 260 Reykjanesbær 788 7000
Icebike adventures Icebike Adventures Trail Center Reykjadalur, Hveragerði 810 Hveragerði 6250200