Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Um land allt er fjöldinn allur af sundlaugum, stórum og smáum. Á Reykjanesi eru sex sundlaugar og þær eru allar upphitaðar.

Sundlaugarnar eru opnar allan ársins hring og eru gríðarlega vinsælar jafnt hjá heimamönnum sem ferðamönnum.

Vatnaveröld
Vatnsleikjagarðurinn Vatnaveröld er yfirbyggður vatnsleikjagarður fyrir alla fjölskylduna. Þar er boðið upp á fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, vatnið er upphitað og þægilegt. Velkomin í sund Í sundmiðstöðinni er 25 metra útilaug og 4 setlaugar og eimbað. Að auki er ein glæsilegasta 50 metra innilaug landsins. Sérklefi til að klæða sig úr og í er í boði fyrir þá sem það kjósa. Nánari upplýsingar um þjónustu og opnunartíma má finna inn á vefsíðu Vatnaveraldar .
Sundlaugin Garði í Suðurnesjabæ
Afgreiðslutími: 1.júní- 31.ágúst Virkir dagar:  06:00 - 21:00 Helgar:         09:00 - 17:00 Frá 1. sept. - 31.maí Virkir dagar: 06:00 - 08:00 og 15:00 - 20:30 Laugard, sunnud:10:00-16:00 Í boði er: 25 m sundlaug Tveir heitir pottar Rennibraut Gufubað Vaðlaug Líkamsrækt Íþróttasalur Ljósabekkir  
Sundlaugin Vogum
Sundlaugin í Vogum, Vatnsleysu er fullkomlega þess virði að heimsækja.  Laugin er mjög barnvæn, í fallegu skjólsælu umhverfi og hentar fullkomlega þeim sem vilja njóta afslappaðs andrúmslofts.  Verið velkomin í sund til okkar í Vogum. Hægt er að leigja út fasta tíma, eða staka í íþróttasalnum hjá okkur.  Endilega verið í sambandi til að fá upplýsingar um lausa tíma.
Sundlaugin Njarðvík
Afgreiðslutími:Sjá opunartíma hér .  Í boði:16 metra innilaugHeitir pottarGufa
Sundlaugin Sandgerði í Suðurnesjabæ
Afgreiðslutími: 1.sept. – 31.maí: Virkir dagar: kl. 07:00 - 20:30 Helgar: kl. 10:00 - 16:00 Þreksalur opinn á sama tíma 1.júní – 31.ágúst Virkir dagar: kl. 07:00 – 21:00 Helgar: Kl. 09:00 – 17:00 Í boði er: Íþróttasalur. Æfingasalur. 25 m Sundlaug. Rennibrautin "Hrollur". Rennibrautin "Buna". Vaðlaug. Heitur pottur með nuddi, 38° C. Heitur pottur, 40° C. Þrektækjasalur. Gufubað.