Fara í efni

Almennar upplýsingar

Velkomin á Reykjanesið

Ýmsar upplýsingar og þjónusta er í boði fyrir fólk á ferðinni. Hægt er að nálgast upplýsingar um allt sem viðkemur ferðalögum innanlands í upplýsingamiðstöðvum ferðamála sem finna má í öllum landshlutum. Starfsfólk ferðaskrifstofa getur einnig gefið góð ráð.

Upplýsingamiðstöðvar
Upplýsingamiðstöðvar ferðamála má finna víðsvegar um landið. Starfsfólk þeirra veitir meðal annars upplýsingar um veður, áhugaverða staði, aðstoðar við bókanir og margt fleira. Þar er einnig hægt að nálgast kort og bæklinga.
Ferðaskrifstofur
Mikið úrval af ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum er um allt land.  Gagnlegt getur verið að heimsækja ferðaskrifstofu annað hvort á netinu eða utan, við skipulagningu ferðar, hvort sem ætlunin er að bóka hópferð eða ferðast á eigin vegum. Hér eru þær sem eru í boði á Reykjanesi.  
Ferðaskipuleggjendur
Þegar ferðast er um Ísland má ekki gleyma því að það er ekki eingöngu upplifunin af staðnum sem gestir muna eftir, það er einnig ferðalagið þangað. Mörg fyrirtæki sérhæfa sig í skipulagningu dagsferða um allt land. Til þess að þú fáir sem mest út úr ferðinni um Reykjanesið mælum við með að skoða hvað skipuleggjendur dagsferða á Reykjanesi hafa uppá að bjóða. Flest þeirra halda úti aðgengilegum vefsíðum þar sem hægt er að skoða og bóka ferðir. Þú getur nálgast allar upplýsingar um okkar aðila í gegnum hlekkina hér fyrir neðan.