Reykjanes Geopark
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Upplýsingar

gardskagaviti-2-medium-.jpg
Upplýsingar
Reykjanes er mjög aðgengilegt allt árið og fyrsti áfangastaður flestra ferðamanna sem koma til Íslands.
 
Fjórar upplýsingarmiðstöðvar og Gestastofur eru vítt og breitt um Reykjanesskagann. Starfsfólk þeirra hjálpa ferðamönnum með nákvæmum upplýsingum um svæðið.  
 
Hlutverk upplýsingamiðstöðvar er að gera ferðalagið eins þægilegt og hægt er fyrir gesti og segja gestum mest frá staðbundinni afþreyingu. Tilvalið að finna út áhugaverða staði á svæðinu, einnig gistingu, afþreyingarmöguleika eða annað sem ferðamenn verða að vita.
Upplýsingamiðstöðvar er tilvalin staður til að fara og skipuleggja ferð áður en haldið er af stað. 
 
Vonum að þið njótið ferðarinnar á Reykjanesinu og munið að merkja myndirnar ykkar #Reykjanes! 
Ferðasali dagsferða

Þegar ferðast er um Ísland má ekki gleyma því að það er ekki eingöngu upplifunin af staðnum sem gestir muna eftir, það er einnig ferðalagið þangað.

Mörg fyrirtæki sérhæfa sig í skipulagningu dagsferða um allt land. Til þess að þú fáir sem mest út úr ferðinni um Reykjanesið mælum við með að skoða hvað skipuleggjendur dagsferða á Reykjanesi hafa uppá að bjóða.

Flest þeirra halda úti aðgengilegum vefsíðum þar sem hægt er að skoða og bóka ferðir. Þú getur nálgast allar upplýsingar um okkar aðila í gegnum hlekkina hér fyrir neðan.

Ferðaskrifstofur

Mikið úrval af ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum er um allt land. 

Gagnlegt getur verið að heimsækja ferðaskrifstofu annað hvort á netinu eða utan, við skipulagningu ferðar, hvort sem ætlunin er að bóka hópferð eða ferðast á eigin vegum. Hér eru þær sem eru í boði á Reykjanesi.

 

Upplýsingamiðstöðvar

Upplýsingamiðstöðvar ferðamála má finna víðsvegar um landið.

Starfsfólk þeirra veitir meðal annars upplýsingar um veður, áhugaverða staði, aðstoðar við bókanir og margt fleira. Þar er einnig hægt að nálgast kort og bæklinga.

Verslun

Það getur verið skemmtilegt að versla á Íslandi.

Hér er að finna ýmsar alþjóðlegar verslunarkeðjur og vörur í ýmsum verð- og gæðaflokkum. Fjölmargar minjagripaverslanir, handverksmarkaði og verslanir sem selja íslenska hönnun er að finna um allt land og stundum hægt að gera góð kaup á spennandi vöru.

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík