Hótel Keflavík er 4-stjörnu hótel á Íslandi og býður upp á hlýleg og þægileg herbergi, mörg hver nýuppgerð. Á Hótel Keflavík leggjum við aðaláherslu á þægilega gistingu og faglega og vinalega þjónustu sem lætur þér líða eins og heima hjá þér.
Við erum með 70 herbergi af öllum gerðum, allt frá 1ns manns, 2ja manna, 3ja manna og fjölskylduherbergi í Standard og Deluxe flokkum. Að auki erum við með úrval af svítum, bæði 1ns herbergis Junior og Lúxus svítum og 2ja herbergja fjölskyldusvítur í Deluxe og Lúxus flokkum.
Herbergin eru öll með nýjum og þægilegum rúmum, sængur- og rúmfötum og eru vel búin með ísskáp, sjónvarpi, síma, öryggisskáp, kaffivél o.fl.
Dvöl á Hótel Keflavík innifelur aðgang að líkamsræktaraðstöðinni okkar með fjölbreyttu úrvali líkamsræktartækja. Þá er aðgangur að KEF SPA heilsuræktinni gegn gjaldi.
Vertu viss um að heimsækja fallega og nýuppgerða veitingastaðinn okkar í hádegis- og/eða kvöldverð. KEF er fyrsta flokks veitingastaður sem býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur alltaf verið viss um gæðin. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana. Okkar margrómaða morgunverðarhlaðborð er opið kl. 5:00-10:00.
Innifalið í verðinu hjá okkur er wi-fi aðgangur, aðgangur að líkamsræktarstöð og geymsla á bíl í allt að 3 vikur.
Til okkar er aðeins 5 mín. akstur frá Leifsstöð, 15 mín. frá Bláa Lóninu og 40 mín. frá miðborg Reykjavíkur. Við bjóðum frí bílastæði í vöktuðum stæðum.