Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vestnorden

Vestnorden er árleg ferðakaupstefna fyrir ferðaþjónustu á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Vestnorden hefur verið aðal vettvangur til að kynna þetta undraverða svæði sem ferðamannastað síðan það var stofnað árið 1986. Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála, standa að Vestnorden. Löndin þrjú skipta með sér umsjón með ferðakaupstefnunni en hún er haldin annað hvert á á Íslandi. Um er að ræða stærsta viðburðinn sem haldinn er í ferðaþjónustu á Íslandi. Vestnorden fellur vel að áhersluatriðum íslenskrar ferðaþjónustu þar sem áhersla kaupstefnunnar er að halda uppi merkjum um ábyrga ferðahegðun og sjálfbærni ferðaþjónustunnar.

 Hægt er að finna ýtarlegri upplýsingar um Vestnorden á www.vestnorden.com