Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Press here for english

Ferðaþjónustan á norðurslóðum stendur á tímamótum. Á sama tíma og ferðamenn sækja í einstaka náttúru og menningu svæðisins, þarf að tryggja að ferðaþjónustan sjálf styrki samfélagið okkar, gangi ekki á náttúruna og varðveiti menningararfinn.

Nærandi ferðaþjónusta (REGENERATE) er þriggja ára samstarfsverkefni innan Interreg Northern Periphery and Arctic Programme, leitt af Markaðsstofu Reykjaness. Verkefnið miðar að því að innleiða og efla sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu í fjórum löndum – á Íslandi, í Finnlandi, Svíþjóð og á Írlandi.

Í verkefninu verður unnið að:

  • greiningu á stöðu ferðaþjónustu og kortlagningu hagsmunaaðila,
  • þróun líkan fyrir nærandi ferðaþjónustu og upplýsinga-/gestastofa á þessum fjórum svæðum innan samstarfsins,
  • fræðslu og vinnustofum fyrir ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög,
  • mótun stefnu og aðgerðaráætlana sem stuðla að endurnýjun náttúru og samfélaga.
  • Markmiðið er að skapa ferðamennsku sem skilar raunverulegum ávinningi — fyrir náttúruna, fyrir fólkið og fyrir framtíðina.

Verkefnið byggir á samstarfi opinberra aðila, ferðaþjónustufyrirtækja, fræðslustofnana og samfélaga sem öll deila þeirri sýn að ferðalög geti orðið afl til uppbyggingar og þróunar á sjálfbærum áfangastað.

Efni frá verkefninu

Þegar líða fer á verkefnið munu niðurstöður og framleitt efni vera sett inn hér...

Fyrirsagnir frétta

  • Sigrún Svafa Ólafsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Reykjanes jarðvangi tók við styrknum.
Mynd…

    Reykjanes jarðvangur fær styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir stórum sólmyrkvagleraugum

    Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja fór fram í Hljómahöll 21. nóvember, þar sem kynnt voru fjölbreytt verkefni sem stuðla að menningu, nýsköpun og samfélagsþróun á svæðinu. Meðal þeirra sem hlutu styrk var Reykjanes jarðvangur, sem fékk 2.700.000 kr. til metnaðarfulls verkefnis sem tengist almyrkvanum 2026. Styrkurinn markar mikilvægt skref í undirbúningi fyrir þennan einstaka náttúruviðburð og mun styðja við bæði fræðslu, listsköpun og samfélagslega þátttöku á Suðurnesjum.
  • Reykjanes kynnt sem heilsársáfangastaður á World Travel Market 2025

    Markaðsstofa Reykjaness tók þátt í World Travel Market (WTM) í London dagana 4.–6. nóvember, einum stærsta og áhrifamesta vettvangi ferðaþjónustunnar á heimsvísu. Þar var Reykjanes kynnt sem heilsársáfangastaður með áherslu á sérstöðu svæðisins, nálægð við flugvöllinn, náttúrutengdar upplifanir og tækifæri sem tengjast almyrkvanum 2026.
  • Grindavík saman í sókn

    Með sterkri samstöðu, framtíðarsýn og trú á eigin samfélag hófst formlega verkefnið Grindavík – Saman í sókn þann 12. nóvember. Á öflugum staðarfundi í Gjánni komu stjórnendur og lykilstarfsmenn frá 21 fyrirtæki saman til að leggja grunn að sameiginlegri vegferð í átt að endurreisn, uppbyggingu og eflingu atvinnulífs í Grindavík.
  • Vetraraðstæður geta skapast á fjöllum á Reykjanesi

    Gul Viðvörun: Varað er við ferðum á Fagradalsfjalli næstu tvo daga

    Lögreglan á Suðurnesjum varar við ferðum fólks inn á gönguleiðir við Fagradalsfjall næstu 48 klukkustundir, vegna mjög óhagstæðrar veðurspár.