Press here for english
Ferðaþjónustan á norðurslóðum stendur á tímamótum. Á sama tíma og ferðamenn sækja í einstaka náttúru og menningu svæðisins, þarf að tryggja að ferðaþjónustan sjálf styrki samfélagið okkar, gangi ekki á náttúruna og varðveiti menningararfinn.
Nærandi ferðaþjónusta (REGENERATE) er þriggja ára samstarfsverkefni innan Interreg Northern Periphery and Arctic Programme, leitt af Markaðsstofu Reykjaness. Verkefnið miðar að því að innleiða og efla sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu í fjórum löndum – á Íslandi, í Finnlandi, Svíþjóð og á Írlandi.
Í verkefninu verður unnið að:
- greiningu á stöðu ferðaþjónustu og kortlagningu hagsmunaaðila,
- þróun líkan fyrir nærandi ferðaþjónustu og upplýsinga-/gestastofa á þessum fjórum svæðum innan samstarfsins,
- fræðslu og vinnustofum fyrir ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög,
- mótun stefnu og aðgerðaráætlana sem stuðla að endurnýjun náttúru og samfélaga.
- Markmiðið er að skapa ferðamennsku sem skilar raunverulegum ávinningi — fyrir náttúruna, fyrir fólkið og fyrir framtíðina.
Verkefnið byggir á samstarfi opinberra aðila, ferðaþjónustufyrirtækja, fræðslustofnana og samfélaga sem öll deila þeirri sýn að ferðalög geti orðið afl til uppbyggingar og þróunar á sjálfbærum áfangastað.