Gestastofa við Reykjanesvita
- Upplýsingamiðstöðvar
Gestastofan við Reykjanesvita er á Suðvesturodda Reykjaness rétt við Reykjanesvita, sem er elsti viti á Íslandi. Þar er kaffihús með fallegu útsýni yfir hafið, sýning um sögu vitanna og vitavarðanna á Reykjanesi og sögusýning í gamla Vélahúsinu um sjóslys á Reykjanesi. Á pallinum við gestastofuna er fræðslusýning sem unnin er í samstarfi við Reykjanes Geopark þar sem lesa má fróðleik um náttúruperlur á Reykjanesi. Kaffihúsið er opið frá 10-17 alla daga á sumrin. Opin salernisaðstaða allan sólarhringinn.