Fara í efni

Eldgosið í Geldingadölum er vinsæll áfangastaður og ein vinsælasta gönguleiðin í dag.

Mikilvægt er að kynna sér aðstæður áður en haldið er af stað og hér ættir þú að geta fundið allar helstu upplýsingar.

Safetravel birtir reglulega uppfærslur um opnunartíma og aðstæður á safetravel.is.

Nokkrar vinsælar spurningar og svör:

Er opið að eldgosinu?

Þar sem veðurfar og aðstæður geta breyst hratt á gossvæðinu gæti þurft að loka svæðinu án fyrirvara. Safetravel.is birtir upplýsingar á hverjum degi um aðstæður á gossvæðinu. Einnig ber að hafa í huga að það er ekkert eftirlit er að hálfu viðbragðsaðila frá miðnætti til kl. 12 á hádegi.

Er hægt að fá leiðsögn að eldgosinu?

 

Nokkrir ferðaþjónustuaðilar eru að bjóða uppá leiðsögn og ferðir. Skoðaðu hvað þau hafa uppá að bjóða hér.

Er hægt að leigja hjól?

 

Ferðaþjónusutuaðilar í Grindavík hafa verið að bjóða uppá hjól, en skoðaðu hvað ferðaþjónustuaðilar hafa uppá að bjóða hér.

Hvar er eldgosið og hvar byrjar gönguleiðin?

 

Eldgosið er í Geldingadölum á Reykjanesi. Hér getur þú fundið kort af svæðinu og gönguleiðunum.

Hvar eru bílastæði fyrir þá sem ætla að ganga að eldstöðinni?

 

Það eru bílastæði aðgengileg á svæðinu, sjá má gönguleiðina og hvar bílastæði eru á hér.

Hvernig á maður að undirbúa sig varðandi útbúnað og klæðnað?

 

Gönguleiðin getur verið krefjandi og aðstæður misjafnar. Ef ganga á að gosinu Þá er mikilvægt að vera vel búinn og nauðsynlegt er að vera í góðum gönguskóm, hlýjum fatnaði og vatnsheldu ysta lagi.

Er hægt að komast á salerni við gosstöðvarnar?

 

Það er búið að koma upp salernisaðstöðu hjá bílastæðinu

Skiptir máli hvernig veðrið er?

 

 Veður skiptir miklu máli og mikilvægt að kynna sér aðstæður hverju sinni. Safetravel setur reglulega upplýsingar um veðurfar á gossvæðinu einnig er hægt að fá ýtarlegri upplýsingar um veður og gasmengun hér.