Fréttir af innra starfi

Ferðakaupstefnan Vestnorden haldin í Reykjanesbæ 2020
Vestnorden ferðakaupstefnan mun fara fram í Reykjanesbæ 6. - 8. október 2020. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem kaupstefnan fer fram á Reykjanesi.

Kynningarfundir ferðamálaráðherra 3. og 5. júní
Ferðamálaráðherra heldur fundi í Reykjavík og á Akureyri til að kynna annan áfanga verkefnis á vegum ráðuneytisins um mat á álagi vegna fjölda ferðamanna og stefnuramma ferðaþjónustunnar til 2030.

Framtíðarsýn í ferðamálum á Reykjanesi
Áfangastaðaáætlun Reykjaness 2018-2021 hefur verið gerð opinber en hún er unnin samkvæmt stefnu stjórnvalda um þróun ferðamála á landsvísu. Með skýrslunni eru lögð drög að frekari þróun í ferðamálum á svæðinu en skýrslan er sú fyrsta sem sérstaklega hefur verið unnin fyrir ferðaþjónustu á svæðinu.