Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ratsjáin á Reykjanesi

Rekur þú metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki og vilt gera enn betur?

Ratsjáin er þróunar- og nýsköpunarverkefni ætlað stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum. Undir leiðsögn sérfræðinga kynnast þátttakendur verkfærum sem efla þá sem stjórnendur, spegla sig í reynslu annarra fyrirtækja og efla tengslanetið. Ratsjáin er samstarfsverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og unnið með stuðningi af Byggðaáætlun. Þetta misserið verður Ratsjáin á Reykjanesi og í Þingeyjarsýslum og komast allt að 8 fyrirtæki að á hvorum stað fyrir sig.

Umsóknarfrestur til og með 20. september  - Allar upplýsingar um verkefnið má finna á  https://ratsjain.is

Frekari upplýsingar veita Ásta Kristín Sigurjónsdóttir hjá Íslenska Ferðaklasanum á netfanginu asta.kristin@icelandtourism.is og Selma Dögg Sigurjónsdóttir hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á netfanginu selma@nmi.is.
 
 

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík