Fréttir af innra starfi

Öll met slegin á Mannamóti markaðsstofanna
Öll met voru slegin á frábærum degi í Kórnum í Kópavogi þar sem 800 gestir ráku inn nefið og kynntu sér ferðaþjónustu á landsbyggðinni hjá 270 sýnendum. Aukningin sem nemur um 30% frá því í fyrra.

Námskeið um þróun áfangastaða
Opni háskólinn í Reykjavík býður uppá áhugavert námskeið um þróun áfangastaða 14. nóvember.

ÁFANGASTAÐAÁÆTLANIR KYNNTAR 15. NÓVEMBER
Þann 15. nóvember 2018 mun Ferðamálastofa halda kynningu á áfangastaðaáætlunum. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík kl. 13-16.

Skráning hafin á Mannamót 2019
Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni, setja upp vinnufundinn Mannamót fyrir samstarfsfyrirtæki sín fimmtudaginn 17. janúar 2019 kl. 12:00 – 17:00 í Kórnum í Kópavogi.

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Reykjanesi
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2018 verður haldin
3. nóvember næstkomandi á Kaffi Duus í Reykjanesbæ.

Fréttaskot Markaðsstofu Reykjaness komið út
Meðal efnis í fréttaskotinu er: Ábyrg ferðahegðun, ný löggjöf á sviði ferðamála, lokun skrifstofu vegna sumarleyfa, forstöðumaður í fæðingarorlof og Útivist í Geopark.