Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Mannamót 2017

Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík fyrir samstarfsfyrirtæki sín 19. janúar kl. 12.00 – 17.00 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. 

Mannmót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á Höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda og efla tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðamennsku.

Skráning og gjald: Þátttökugjald fyrir hvert fyrirtæki er kr. 15.000. Einungis samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna geta tekið þátt sem sýnendur í Mannamóti 2017. Skráningu á Mannamót lýkur 12. janúar 2017. Upplýsingar um Mannamót og skráningu má finna á heimasíðu Mannamóta, www.markadsstofur.is eða hjá Þuríði hjá Markaðsstofu Reykjaness í síma 899 3696 eða thura@visitreykjanes.is. Frekari upplýsingar um skráningu í Markaðsstofu Reykjaness má finna hér.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík