Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tvö tonn af rusli í fjörum á Reykjanesi

Blái herinn í samvinnu við Reykjanes Geopark og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, tóku til hendinni og hreinsuðu fjöruna í Krossvík á Reykjanesi á dögunum. Hreinsunin var hluti af Geoparkviku en um 1,3 tonn af rusli söfnuðust til í Krossvík. Sjálfboðaliðar víðs vegar að tóku þátt í hreinsuninni en farið var í Þórkötlustaðarfjöru í kjölfarið og þar plokkað tæpt tonn af rusli til viðbótar.

Í báðum verkefnum tóku um 36 manns þátt, en frá þessu er greint á vefsíðu Grindavíkurbæjar.