Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ráðstefna Markaðsstofa Landshlutanna (MAS) um dreifingu ferðamanna

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) halda árlega ráðstefnu um málefni ferðaþjónustunnar í samstarfi við Deloitte.
www.markadsstofur.is
www.markadsstofur.is

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) halda árlega ráðstefnu um málefni ferðaþjónustunnar í samstarfi við Deloitte. Ráðstefnan verður haldin í Iðnó, 15. september n.k. kl. 13-16.

Dagskráin er fjölbreytt og er að finna hér fyrir neðan. Þátttaka er án endurgjalds en vinsamlegast skráið ykkur hér.

Dreifing ferðamanna - Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu á landinu öllu

Fundarstjóri: Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.

Ávarp Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 

Stóra myndin – ferðaþjónusta til framtíðar

  • Staða mála og horfur – ferðaþjónustan spurð - Björn Ingi Victorsson, Deloitte
  • Dreifing ferðamanna – áhersluverkefni í Vegvísi - Óskar Jósefsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála
  • Ferðamaðurinn kemur… Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður, ferðaþjónusta og skapandi greinar, Íslandsstofa
  • Ferðamenn um land allt – hvað er nýtt? Ólöf Ýrr Atladóttir Ferðamálastjóri

Staða landshlutanna – innviðir, stefna, aðgerðir

  • Er engin afþreying? - Díana Mjöll Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Tanni Travel og formaður Ferðamálasamtaka Austurlands
  • Vegagerðin og ferðaþjónusta til framtíðar - Einar Pálsson, forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar
  • Er rétt gefið? Sjónarhorn sveitarfélagsins - Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps
  • Ferðamaðurinn er gestur - Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála
  • Hænan eða eggið? – Kári Viðarsson, leikhússtjóri Frystiklefans

Pallborðsumræður - Haraldur Ingi Birgisson Forstöðumaður viðskipta- og markaðstengsla Deloitte

Í lok ráðstefnunnar býður Deloitte upp á veitingar  

Skrá mig