Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ráðstefna Markaðsstofa landshlutanna - upptökur og erindi komin á vefinn

Markaðsstofur landshutanna (MAS) héldu ráðstefnu um málefni ferðaþjónustunnar 15. september í Iðnó.

Markaðsstofur landshutanna (MAS) héldu ráðstefnu um málefni ferðaþjónustunnar 15. september í Iðnó. Yfirskrift ráðstefnunnar var Dreifing ferðamanna – Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu á landinu öllu. Áhugi á ráðstefnunni var mikill og mættu fjölmargir aðilar af landinu öllu.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnaði og ávarpaði ráðstefnuna. Á ráðstefnunni  kynnti Deloitte niðurstöður úr viðhorfskönnun sem fyrirtækið framkvæmdi ásamt MAS meðal einstaklinga í ferðaþjónusturekstri. Þá var einnig farið yfir stöðu og horfur í ferðaþjónustunni, vegagerð og flugsamgöngur innanlands ásamt stöðu sveitafélaga og stefnumarkandi stjórnunaráætlanavinnu (DMP) sem ráðist hefur verið í.

Upptökur og erindi ráðstefnunnar má nálgast inn á vef markaðsstofanna www.markadsstofur.is.