Skip to content

Or try searching by Category and/or Location

Emmsjé Gauti á trúnó - tónleikar/uppistand

October 30 at 20:00-22:00

Price description

7900 ISK

Emmsjé Gauti á trúnó - tónleikar/uppistand

Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, er einn allra vinsælasti tónlistarmaður landsins. Hann steig fyrst fram með breiðskífunni Bara ég árið 2011 og hefur síðan þá gefið út ótal smelli og tryggt sér sess sem einn af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistar.

Gauti hefur undanfarið komið fram í uppistandssýningunni Púðursykri, þar sem hann stígur á svið ásamt þekktum grínistum á borð við Ara Eldjárn, Björn Braga, Sögu Garðars og fleirum. Gauti hefur sjálfur talað um að trúnó-tónleikaröðin hafi gefið honum kjarkinn í að taka þátt í uppistandi í fyrsta sinn, en árið 2023 kom hann fyrst fram á trúnó í Hljómahöll og opnaði sig þá alveg fyrir áhorfendum og sló rækilega í gegn.

Emmsjé Gauti hefur gefið út níu breiðskífur:

Bara ég (2011)
Þeyr (2013)
Vagg & Velta (2016)
Sautjándi nóvember (2016)
FIMM (2018)
Bleikt Ský (2020)
MOLD (2021)
Fullkominn dagur til að kveikja í sér (2024)
STÉTTIN (2025)

Því er á nógu að taka þegar hann stígur á stokk í Hljómahöll á trúnó í annað sinn og má gera ráð fyrir mikilli orku, nánd og stemningu!

Á trúnó-tónleikum í Hljómahöll fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti og er þó engu til sparað þegar kemur að hljóðgæðum eða lýsingu á tónleikunum. Mætti jafnvel lýsa þeim sem stórtónleikum í litlum sal.

Location

Hljómahöll

Phone