Ekkert eldgos á Reykjanesi í dag en landris í Svarsengi
Eldgosinu frá 16. júlí er lokið
Eldgosinu frá 16. júlí lauk 5. ágúst. Einhverjir skjálftar mælast og landris er hafið að nýju undir Svartengi.
Lokunarsvæði minnkar í kjölfar lækkunar á neyðarstigi - opið inn í Grindavík
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum í samráði við Ríkislögreglustjóra hafa fært viðbúnaðarstig vegna eldgoss við Sundhnúksgíga niður í óvissustig. Með þeirri ákvörðun hefur lokunasvæði verið afnumið nema á vinnusvæðum og völdum svæðum innan Grindvíkur.
Lokunarpóstur á Grindavíkurvegi - Bláa lónið opið
Lokunarpóstur á Grindavíkurvegi hefur verið fjarlægður og því opið inn í Grindavík og Bláa lónið. Útsýnisstaður hefur verið settur upp við Grindavíkurveg, nærri Bláa lóninu þar sem gestum gefst tækifæri á að sjá hraunin sem runnið hafa yfir veginn og minjar um vegaframkvæmdir efir hvern atburð.
Lokunarpóstur á Suðurstrandarvegi - Opið að Fagradalsfjalli
Lokunarpóstur á Suðurstrandarvegi hafa einnig verið fjarlægðir og þaðan er því einnig opið inn í Grindavík.
Lokunarpóstur á Nesvegi - Aðgengi að Gunnuhver og Brimkatli
Lokunarpóstur á Nesvegi hefur jafnframt verið fjarlægður. Nú er því opið að öllum helstu áningarstöðum á Reykjanesskaganum, þar með talið Brú milli heimsálfa, Reykjanesvita, Gunnuhver og Brimkatli frá Grindavík.
Eldosin í Sundhnúksgígum hafa engin áhrif á opnanir og lokanir á norðan og norðvestan verðum skaganum. Þannig er opið alla daga að Stafnesvita, Hvalsnesi, Garðskaga, áningastöðum í Reykjanesbæ, Vogum og Vatnsleysuströnd. Þá er einnig opið að Keili, Sogunum, Trölladyngju og Grænudyngju, auk Kleifarvatns.
Ekki ganga að gossvæðinu
Þó að ekki gjósi í dag þá er svæðið mjög varasamt til yfirferðar þar sem aflögun hefur orðið í landslaginu. Það eru engar merktar gönguleiðir að svæðinu, gamla hraunið er úfið og torfarið og hættur geta leynst víða í földum gjótum. Þá er ennþá mikil skjálftavirkni á svæðinu og möguleiki á eldgosi enn fyrir hendi. Gestum sem vilja skoða og sjá gossvæðið er bent á að nýta útsýnisstaði, sem sjá má á kortinu hér að neðan.
Lögreglustjóri Suðurnesja hefur jafnframt gefið út viðvörun við að ganga að gosinu frá Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi vegna mögulegrar hættu á ósprunngnum sprengjum á gömlu æfingasvæði hersins.