Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðamenn hvattir til að skrá símanúmer sín hjá Safetravel

Vegna aukinnar skjálftavirkni á Reykjanesi og mögulegs eldgoss eru ferðamenn hvattir til að skrá símanúmerin sín hjá Safetravel.
Mynd: Á Langahrygg. Ljósmyndari: Þráinn Kolbeinsson (Tindar Reykjaness)
Mynd: Á Langahrygg. Ljósmyndari: Þráinn Kolbeinsson (Tindar Reykjaness)

Vegna aukinnar skjálftavirkni á Reykjanesi er fólk beðið um að vera ekki í nágrenni við fjöll og brattar hlíðar á svæðinu, vegna hættu á grjóthruni og skriðuföllum. Þetta á bæði við um gönguleiðir og akstursleiðir. Eldgos gæti hafist með stuttum fyrirvara.

Almannavarnir og Safetravel hvetja ferðaþjónustuaðila til að benda viðskiptavinum sínum á að skrá farsímanúmer sitt á vef Safetravel til að fá aðvaranir í sms um yfirstandandi jarðskjálfta á Reykjanesi og mögulegt eldgos. https://safetravel.is/

Fylgist með á vef Ríkislögreglustjóra og Safe Travel