Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gasmengun við gossvæðið og nýtt hættumatskort

Mikið gas er að mælast við gosstöðvarnar og er því mikilvægt að fylgjast með gas- og veðurspá fyrir svæðið.
Mikið gas er að mælast við gosstöðvarnar
Mikið gas er að mælast við gosstöðvarnar

Töluvert gas er að mælast í gosinu við Litla-Hrút og því mikilvægt að kanna aðstæður áður en haldið er af stað í göngu inn á svæðið. 

Hér má finna upplýsingar frá Veðurstofunni eins og staðan er í dag: https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ 

Nýtt kort sem sýnir mat á hættusvæðinu tengt eldgosinu hefur verið gefið út og ætti fólk ekki að vera innan þess svæðis.

Safetravel birtir tilkynningar reglulega á sinni síðu um opnun og lokun leiða, og eins má fylgjast með tilkynningum frá Almannavörnum og Lögreglustjóranum á Suðurnesjum