Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gististaðir sem eru tilbúnir að taka á móti gestum í sóttkví

Á næstu dögum eru þúsundir Íslendinga væntanlegir til landsins erlendis frá. Hluti af þessum hópi býr utan höfuðborgarsvæðisins og leitar því væntanlega eftir gistingu á leið sinni heim. Þessir einstaklingar eiga samkvæmt tilskipun sóttvarnarlæknis að fara í 14 daga sóttkví þegar heim er komið. Sóttkví er varúðarráðstöfun.

Landlæknir og sóttvarnarlæknir vilja árétta að einstaklingar sem þurfa sóttkví eru einkennalausir og því ekkert sem bendir til að þeir séu smitandi. Svo ástæðulaust er að synja þessum gestum um gistingu.   

Þeir gististaðir sem eru tilbúnir að taka á móti gestum sem þurfa í sóttkví, til skemmri eða lengri dvalar eru beðnir að skrá nafn sitt á meðfylgjandi tengill.

Skráning hér

Þessi listi er síðan viðkomandi gestum sýnilegur á heimasíðu Ferðamálastofu og covid.is.

Hér má nálgast samantekinn lista yfir gististaði á Reykjanesi sem taka við gestum í sóttkví. (uppfærður 15. febrúar 2021)