Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gríndavíkurvegur nú opinn frá Bláalónsvegi

Grindavíkurvegur (43) er nú lokaður almennri umferð við Bláalónsveg í stað Reykjanesbrautar áður. Bláalónsvegur (426) er svo lokaður frá bílastæði við lónið og til suðurs. Eins er lokun á Bláalónsvegi við Nesveg (425).

Einungis er hægt að aka að Brimkatli frá Reykjanesbæ um Nesveg úr vestri, fram hjá Höfnum.

Hægt er að sjá aka að nýjustu gosstöðvunum með því að fara að Arnarsetursnámu. Það er þröngur vegur og getur verið torfær. Ekki er æskilegt að fara fótgangandi út í hraunið þaðan.

Suðurstrandavegur (427) er opinn að Festarfjalli.

Allir staðir á norðurhluta Reykjanesskagans eru aðgengilegir og opnir, auk svæðisins austan Krísuvíkur.

Kort frá Vegagerðinni 12. janúar 2024: Rauðlitaðir vegir eru lokaðir.

Frekari upplýsingar vegna aðstæðna má finna á eftirfarandi vefsíðum:

  • Veðurstofan: Upplýsingar um jarðhræringar á svæðinu Information on the seismic activity in the Reykjanes region and development of events
  • Vegagerðin: Upplýsingar um aðstæður á vegum og lokanir
  • Almannavarnir: Sérstök upplýsingavefsíða fyrir íbúa og fyrirtæki á Reykanesi um undirbúning og viðbragð
  • Safetravel: Öryggisupplýsingar fyrir ferðamenn