Heilsársþjónusta tryggð við Reykjanesvita – kaffihúsið opnar aftur næsta vor
Mikil uppbygging hefur átt sér stað við Reykjanesvita á undanförnum misserum og hefur upplifun gesta á svæðinu tekið stakkaskiptum með tilkomu nýrrar þjónustumiðstöðvar. Þar hefur verið boðið upp á kaffihús, sýningu og upplýsingamiðstöð, auk nýrrar og bættrar útsýnisaðstöðu fyrir gesti svæðisins.
Frá og með 1. nóvember tekur kaffihúsið og upplýsingamiðstöðin hlé yfir vetrarmánuðina og opna aftur næsta vor, en salernisaðstaðan verður áfram opin í allan vetur. Þannig er tryggð heilsársþjónusta fyrir gesti á einu vinsælasta áfangastað Reykjaness.
„Sumarið og haustið einkenndist af góðri umferð ferðamanna og mikilli reynslu í rekstri hússins. Við höfum lært margt, þurft að breyta og bæta ýmsa þætti og sjáum tækifæri til að gera enn betur næsta sumar,“ segir Ágúst Leó Sveinsson, rekstrarstjóri kaffihússins við Reykjanesvita og deildarstjóri móttöku Bláa Lónsins, en fyrirtækið hefur stutt við uppbyggingu á svæðinu.
Sýningin „Leiðarljós að lífhöfn“ verður ekki með fastan opnunartíma yfir veturinn, en hægt er að óska eftir opnun og/eða leiðsögn fyrir hópa eftir samkomulagi með því að hafa samband við Eirík P. Jörundsson, sýningarstjóra (eirikurpj@gmail.com eða 663 4863).
Við hlökkum til áframhaldandi þróunar og uppbyggingar áfangastaðarins og að taka á móti gestum aftur næsta vor, þegar kaffihúsið opnar á ný.