Aflýst! Kynningarfundur - markaðsgreining fyrir áfangastaðinn Reykjaness
Fundi aflýst að sinni - frekari upplýsingar koma innan skamms!
Kæru samstarfsaðilar,
Markaðsstofa Reykjaness býður ykkur á kynningarfund þar sem kynntar verða niðurstöður uppfærðrar markaðsgreiningar fyrir áfangastaðinn Reykjanes.
Frá síðasta vetri hefur auglýsingastofan Pipar/TBWA unnið að greiningunni í nánu samstarfi við aðildarfélaga markaðsstofunnar og fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu.
Kynningin fer fram miðvikudaginn 17. september kl. 9.00 á Courtyard by Marriott, Keflavík.
Við hvetjum alla hagsmunaaðila á svæðinu til að mæta og kynna sér niðurstöðurnar sem verða mikilvægur grunnur fyrir áframhaldandi þróun og markaðsstarf á Reykjanesi.
Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir 15. september hér: Skráning
Með kveðju,
Þuríður Aradóttir Braun,
forstöðukona Markaðsstofu Reykjaness