Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sögur sem selja - Menntamorgun ferðaþjónustunnar

Hæfnisetrið, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða uppá áhugaverð erindi á Menntamorgni ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 7. október kl. 11.00. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook.

Menntamorgnar eru opnir fræðslufundir, haldnir í beinu streymi og aðgengilegir öllum. Þeir eru vettvangur fyrir þekkingarmiðlun, samtal og sköpun nýrra hugmynda innan greinarinnar. Fundurinn er ókeypis og öllum opinn.

Fundurinn hentar sérstaklega stjórnendum og markaðsfólki í ferðaþjónustu, leiðsögumönnum, hönnuðum upplifunar og öllum sem vilja gera þjónustu sína að sögu sem selur.

  • Þegar sagan fær að anda“ -Hringur Hafsteinsson sköpunarstjóri Gagarín
  • Falin fortíð – Að gera hið ósýnilega sýnilegt“ Torfi Stefán Jónsson fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum
  • Í upphafi skal endinn skoða“ Einar Kristján Jónsson sveitarstjóri Skaftárhrepps
  • Ævintýri og matarupplifun“ Hrefna Ósk Benediktsdóttir og Ýmir Björgvin Arthúrsson upplifunarhönnuðir og eigendur Bryggjuhússins
Fundarstjóri er Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar.

Skráðu þig og fáðu innblástur til að umbreyta upplifun í áhrif – og áhrif í árangur.

Menntamorgnar ferðaþjónustunnar eru samstarfsverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Samtaka ferðaþjónustunnar og Markaðsstofa landshlutanna

 

Skráning á viðburð