Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Upplýsingar um bílastæði við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall / Geldingadali

Allar upplýsingar sem þú þarft áður en þú leggur bílnum við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall:

Þarf að borga fyrir bílastæði?
Allir gestir eru nú beðnir um að borga 1000kr fyrir hvern bíl í gegnum appið Parka eða á parka.is en miðast er við að gjaldið gildi einn sólarhring í senn.

Hægt er að velja á milli tveggja bílastæða, en velja þarf rétta greiðslusíðu eftir hvar þú leggur:

Greiðslusíða P1 bílastæðis: https://www.parka.is/pay/geldingadalir/

Greiðslusíða P2 bílastæðis (Stóri-Leirdalur): https://www.parka.is/pay/volcanoskali/

Samkvæmt parka.is er gjaldið nauðsynlegt til að standa undir þeirri uppbyggingu sem landeigendur eru búnir að ráðast í bæði til að auðvelda fólki aðgengi og tryggja öryggi. Rafrænt myndavélaeftirlit er hafið á svæðinu þar sem teknar eru myndir af númerplötum bílsins. Ef lagt er án þess að greiða fyrir bílastæði þann daginn bætist við innheimtukostnaður og krafa stofnuð á eiganda ökutækis. Krafan fer í raun ekki út fyrr en daginn eftir, þannig að fólk hefur tíma þegar það kemur upp á hótel o.s.frv. til að borga og skrá bílnúmer.

Fyrir frekari fyrirspurnir varðandi bílastæðin, t.d. ef ekki gengur að borga, má senda póst á fagradalshraun@gmail.com (P1 bílastæði) eða gsteins@hi.is (P2 bílastæði).