Reykjanes Geopark
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Samgöngur

ar-150209962.jpg
Samgöngur

Hægt er að velja um nokkra ferðamáta þegar farið er um Ísland. 

Hvort sem ætlunin er að aka um á eigin vegum, ferðast með rútu eða fara gangandi, hjólandi eða jafnvel fljúgandi um landið, er af nógu að taka. 

Skoðaðu það sem Reykjanesið hefur uppá að bjóða hér að neðan. 

Almenningssamgöngur

Strætó gengur um landið og reglulegar rútuferðir eru skipulagðar víða. 

Hægt er að kaupa sérstaka miða til að nota í strætisvagnana eða kort í mismunandi verðflokkum, sem henta fólki sem notar strætisvagnana mikið.

Inn á heimasíðu Strætó má finna tímatöflur fyrir Reykjanesið.

Strætó á Suðurnesjum

Leið 55: FLE > Reykjanesbær > Keilir > Fjörður > Reykjavík/HÍ
Leið 87: Vogaafleggjari > Vogar
Leið 88: Grindavík > Grindavíkurafleggjari > (Reykjanesbær)
Leið 89: Reykjanesbær > Garður > Sandgerði

Leiðir innan Reykjanesbæjar: 

Strætóleiðir innan Reykjanesbæjar

Bílaleigur

Fjöldinn allur er af bílaleigum um allt land.

Sumar eru hluti af alþjóðlegum keðjum, aðrar í einkaeigu. Það getur verið mismikill verð- og gæðamunur á milli bílaleiga og því æskilegt að skoða vel alla valmöguleika.

Flug til Íslands

Hægt er að bóka flug til Íslands með einhverju íslensku flugfélaganna eða einhverju þeirra fjölmörgu erlendu flugfélaga sem hafa hér viðkomu.

Innanlandsflug

Næsti innanlandsflugvöllur við Reykjanes er í Reykjavík. Tvö flugfélög sinna innalandsflugi þaðan til nokkurra áfangastaða á landsbyggðinni, þ.e. Air Iceland Connect og Flugfélagið Ernir. 

Hægt er að bóka flug á heimasíðum þeirra eða í gegnum síma.

Leigubílar

Hægt er að nálgast leigubíla í þéttbýli á flestum stöðum landsins.

Þeir eru allir með mæli og rukka bæði fast upphafsgjald og mínútugjald sem leggst þar ofan á.

Rútuferðir

Rútur ganga um allt landið.

Sumar leiðir er ekið allan ársins hring, en aðrar eru aðeins opnar yfir sumartímann. Hægt er að nálgast kort sem sýna allar rútu- og strætisvagnaferðir um  landið, meðal annars á upplýsingamiðstöðvum ferðamála.

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík