Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Aukin skjálftavirkni við gosstöðvar í Fagradalsfjalli

Vegna aukinnar skjálftavirki í og við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli hafa Almannavarnir og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gefið út tilkynningar um virkjun SMS-skilaboða til þeirra sem eru á svæðinu.
Yfirlitsmynd yfir gosstöðvarnar í júní s.l.
Yfirlitsmynd yfir gosstöðvarnar í júní s.l.

Uppfært 8. janúar 2022: Óvissustigi aflétt við Fagradalsfjall

***

Miklir jarðskjálftar hafa átt upptök sín á svæðinu við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli og óróamerki gefa til kynna að mögulega geti hafist gos á svæðinu að nýju. Því hafa Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og Almannavarnir beðið gesti um að vera ekki að fara að eldgosasvæðinu við Fagradalsfjall á meðan líkur eru á að gos geti hafist á svæðinu.

Þá geta jarðskjálftarnir aukið líkur á grjóthruni á gönguleiðum á svæðinu, þannig að mikilvægt er fyrir göngufólk að huga vel að öryggi sínu.

Við hvetjum gesti og ferðaþjónustuaðila að fylgjast með tilkynningum og upplýsingum sem Almannavarnir, Lögreglan á Suðurnesjum og Safetravel gefa út vegna þessa. 

Tilkynning um virkjun SMS-skilaboða vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi

Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa ákveðið að virkja SMS-skilaboð sem verða send til fólks sem fer inn á fyrirfram skilgreint svæði vegna jarðskjálftanna sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Er þetta gert því eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara. Komi til eldgoss verður textaskilaboðum breytt í beina aðvörun til þeirra sem eru á umræddu svæði.

Ekki er hægt að útiloka að SMS-skilaboðin berist til fólks aðeins utan við skilgreint svæði og er því almenningur beðinn um að hafa það í huga. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum varar fólk við því að fara í göngu um gosstöðvarnar á meðan þessi óvissa ríkir.

Tilkynning um virkjun SMS-skilaboða frá Almannavörunum (enska, íslenska og pólska).