Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fagradalsfjall séð utan úr geimnum

Öll höfum við séð stórbrotið hraunrennslið úr Fagradalsfjalli frá jörðu niðri, en nú er hægt að sjá eldgosið utan úr geimnum með svokölluðum InSAR-myndum sem greina fljótandi hraun. Sjáðu þróun eldgossins frá 1. apríl - 6. maí á aðeins 14 sekúndum.
Mynd: ICEYE
Mynd: ICEYE

Fagradalsfjall stal senunni enn og aftur í umfjöllun fréttastöðvarinnar BBC  á dögunum, en nú er hægt að sjá eldgosið utan úr geimnum með svokölluðum InSAR-myndum sem greina m.a. fljótandi hraun.

fjölmörg gervitungl eru nú á braut sinni umhverfis hnöttinn og taka ratsjár myndir með nýtingu sýnilegs ljóss - eins og mannsaugun gera. Aðeins með ratsjá er hægt að mynda yfirborð jarðar hvar og hvenær sem er, en hún getur skynjað lögun landslags í gegnum ský og jafnvel á nóttunni í niðamyrkri. Þessi tækni hefur oft verið kölluð InSAR-tækni og hefur verið innanhandar síðan fyrstu gervitunglunum var skotið á loft fyrir áratugum síðan og hefur t.d nýst í kortagerð. Fjöldi gervitungla og eldflauga er hins vegar sífellt að aukast. Ástæðan gæti verið lækkað verð á hágæða íhlutum og aðgangur að ódýrari eldflaugaskotum, sem þýðir að við erum að ganga inn í gullöld eldflauga.

Stærsta gervitunglið að þessari gerð hefur fylgst grannt með eldgosinu í Fagradalsfjalli yfir rúmlega mánaðar tímabil. Það var smíðað af finnsku vísindastofnuninni Iceye sem leiðir þróun geimvísinda á þessu sviði. Gervitunglið stjórnar 14 ómönnuðum eldflaugum sem hringsóla um jörðina á hverjum degi. Eldflaugarnar fara alltaf um sömu braut og taka endurteknar InSAR-myndir af Fagradalsfjalli úr sömu hæð. Gríðarlegur fjöldi mynda er sendur til jarðar sem síðan eru settar saman í eins konar hraðspólað vídeó. Vísindamenn geta séð út frá lituðum víxlverkunarmynstrum hvar og hversu mikið landsvæði hefur hreyfst. Þetta er ný tækni sem er einstaklega nytsamleg í eldfjallafræði til að greina útbungun neðanjarðar kvikuhólfa, eða í jarðskjálfta rannsóknum.

Markmið Iceye var upprunalega að eignast flota af 18 eldflaugum, en sú tala er líkleg til að hækka enn frekar. Vísindamenn fyrirtækisins binda nú vonir sínar við að með fleiri eldflaugum verður hægt að fá myndir oftar en á sólarhrings fresti. Þannig eykst nákvæmni og þekking enn frekar, enda erum við að ganga inn í gullöld eldfluga og eldfjallavísinda.

 

Gunnhildur Björg Baldursdóttir