Fara í efni

Gjaldskylda hefur gengið vel í Geldingadölum en mikil drulla á bílastæðum eftir rigningar

„Blautt veður hefur verið til vandræða en eitt bílastæðið, eða túnið, er nú orðið að drullu. Landeigendur hefðu óskað þess að geta hafist handa við nýtt bílastæði en það tekur tíma að fá svona skipulagsmál í gegn. Búið er að hleypa umferð inn á önnur tún til að mæta eftirspurn“, segjir Sigurður Guðjón Gíslason, fulltrúi landeigandafélags Hrauns.

Nú þegar liðnir eru meira en þrír mánuðir síðan eldgosið hófst í geldingadölum, hafa 151 þúsund manns gengið að gosstöðvunum. Landeigendur neyddust til að vera fljótir að bregðast við til að sporna við mikilli eftirspurn. Túnum var breytt í bílastæði á augabragði og síðar bættist við gjaldskylda. Allir gestir eru nú beðnir um að borga 1000kr fyrir hvern bíl í gegnum appið Parka eða á parka.is en miðast er við að gjaldið gildi einn sólarhring í senn. Gjaldið er nauðsynlegt til að auðvelda aðgengi og tryggja öryggi göngufólks ásamt því að vernda náttúru á svæðinu. 

Gjaldtakan hefur gengið vel

Samkvæmt landeigendum þá hefur gjaldtakan gegnið vel í flestum tilvikum. Þeir hvetja líka fólk til að nota frekar Parka appið en það er mjög þægilegt í notkun. Einnig er hægt að greiða á netinu áður en haldið er af stað. Ef illa gengur að borga á staðnum er alltf hægt að borga eftir á í góðri nettengingu.

 Sigurður bætir svo við , „það hafa verið að koma upp nokkur tilvik þar sem ekki er hægt að greiða. Það getur bæði verið útaf af öryggisstillingu þeirra korta sem viðkomandi kort eru með eða eitthvað annað. Gott er að restarta símanum eftir að appið er sett upp og sjá hvort það lagi málið”.

 

Er hægt að panta stæði fyrirfram?

Stæðin eru ekki merkt þannig að ekki er hægt að panta stæði langt fram í tímann. Gestir geta samt sem áður alltaf borgað fyrir þann sólarhring sem þeir eru á svæðinu. Hægt er t.d að borga um morguninn þótt að lagt sé ekki af stað fyrr en sinnipartinn. 

Móðir náttúra ávallt við völd

Landeigendur beina því að lokum til fólks að fara varlega á svæðinu þar sem um virkt eldfjall er að ræða með tilheyrandi eitruðum gastegundum. Landeigendur vilja því benda fólki á að kynna sér vel aðstæður á svæðinu áður en lagt er af stað upp að eldstöðinni.

nánari upplýsingar um öryggismál í Geldingadölum má sjá á eldgosasíðu Markaðsstofu Reykjaness.