Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Náttúran að gefa ótrúleg markaðstækifæri

„Núna er gos og fólk vill upplifa það. Markaðslega séð erum við að fá frábært tæki. Frábæra umfjöllun um svæðið. Það var í raun það sem svæðið þurfti á að halda. Reykjanesið er frekar nýr áfangastaður til að heimsækja og hefur í raun ekki verið uppgötvaður nema af þeim sem vilja upplifa nýjan stað. Það hefur verið torsótt að koma svæðinu á framfæri og lýsa þessu magnaða umhverfi og landslagi sem býr í hrauninu“
Mynd frá Geldingadölum //Eyþór Sæmundsson.
Mynd frá Geldingadölum //Eyþór Sæmundsson.

„Þetta er einstakur viðburður sem við fáum upp í hendurnar. Einstakur í sögulegu samhengi á svæði sem er Unesco Jarðvangur. Ástæðan fyrir því að við erum einstök á heimsvísu er einmitt þetta sem við erum að horfa upp á. Hér eru flekaskil, Evrasíu og Norður-Ameríku flekarnir að færst í sundur og við erum að sjá afleiðingar þess sem er gos á þessu stigi. Það er eitthvað sem okkur langar að fræða fólk um. Það er okkar verkefni að halda utan um upplýsingar og koma þeim á framfæri með faglegum hætti.“ Þetta sagði Þuríður Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness í samtali við Spegilinn á Rás 2 í gær. (innslag hefst á mín 19:50)

Umfjöllun veitir tækifæri

„Núna er gos og fólk vill upplifa það. Markaðslega séð erum við að fá frábært tæki. Frábæra umfjöllun um svæðið. Það var í raun það sem svæðið þurfti á að halda. Reykjanesið er frekar nýr áfangastaður til að heimsækja og hefur í raun ekki verið uppgötvaður nema af þeim sem vilja upplifa nýjan stað. Það hefur verið torsótt að koma svæðinu á framfæri og lýsa þessu magnaða umhverfi og landslagi sem býr í hrauninu. Náttúran er núna að leggja fram ótrúlegt magn af upplýsingum sem við þurfum að vinna úr og koma á framfæri fyrir hinn almenna ferðamann.“

Þuríður segir ferðaþjónustuaðila og yfirvöld á Reykjanesi vinna að fullum þunga að undirbúa framtíðina og að bregðast við því sem komið er. „Svæðið hefur ekki verið á ratsjá Íslandinga til að heimsækja en nú erum við komin þangað. Þetta er gott og tímabært tækifæri og ég veit að fyrirtækin eru öll tilbúin, boðin og búin til þess að taka vel á móti fólki og tryggja að upplifunun sé sem best.“