Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Rýmingarflautur í Svartsengi og Grindavík

Upplýsingar um rýmingarflautur á völdum svæðum á Reykjanesi

Vegna eldsumbrota á Reykjanesi og þeirra aðstæðna sem þeim fylgja hafa verið settar upp rýmingarflautur í Svartsengi og Grindavík.

📢 Hvenær hljóma flauturnar?
Flauturnar fara í gang ef talið er að eldgos sé yfirvofandi og rýma þarf svæðið. Hljóðið frá flautunum er hátt, stöðugt og greinilegt og gefur skýrt merki um að yfirgefa skuli svæðið tafarlaust samkvæmt leiðbeiningum almannavarna.

🛠️ Reglulegar prufur – ekki ástæða til að rýma
Rýmingarkerfið er prófað síðasta miðvikudag í hverjum mánuði kl. 11:00. Þá hljóma flauturnar í nokkrar mínútur en engin þörf er á rýmingu. Þetta er aðeins til að tryggja að kerfið virki þegar á þarf að halda.

Næsta prófun á rýmingarflautunum er miðvikudaginn 27. ágúst 2025 kl. 11.00.