Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þróun á jarðhræringum á Reykjanesi

Almannavarnir hafa lýst yfir hætturstigi á Reykjanesi og Grindavik hefur verið rýmd

Síðasti sólahringur hefur verið tíðindamikill fyrir Reykjanesið. Vegna þessa óróa tók Lögreglustjórinn á Suðurnesjum í samráði við sérfræðinga og Almannavarnir þá ákvörðun að lýsa yfir hættustigi og í framhaldinu var ákveðið að rýma Grindavík í gærkvöldi.  Þróun á jarðhræringum hefur verið með þeim hætti að fjöldi skálfta hefur riðið yfir svæðið og kvikuinnskot sem mældist undir Svartsengi hefur færst til og liggur um þessar mundir suð-vestur af Grindavík. 

Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands fylgjast náið með öllum breytingum og miðla þeim eftir því sem þróun verður. 

Vegna þessa ástands hefur leiðum til og frá Grindavík verið lokað og er hægt að fylgast með því á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is.

Lokanir hafa verið settar upp á veg 425 (Nesveg), 43 (Grindavíkurveg) og 427 (Suðurstrandarveg). 

Þessar lokanir hafa áhrif á aðgengi á svæðinu og höfum við tekið það saman þannig að gestir geti aðlagað og uppfært dagskrána sína. Hægt er að skoða það á ensku hér

  • Lokun við Hafnir (veg 426) .
  • Lokun við Reykjanesbraut (veg 43). 
  • Lokun á Suðurstrandarveg við Krísuvíkurveg.

Allir staðir á norðurhluta skagans eru aðgengilegir og opnir, auk svæðisins austan Krísuvíkur.

Frekari upplýsingar vegna aðstæðna má finna á eftirfarandi vefsíðum:

  • Veðurstofan: Upplýsingar um jarðhræringar á svæðinu Information on the seismic activity in the Reykjanes region and development of events
  • Vegagerðin: Upplýsingar um aðstæður á vegum og lokanir
  • Almannavarnir: Sérstök upplýsingavefsíða fyrir íbúa og fyrirtæki á Reykanesi um undirbúning og viðbragð
  • Safetravel: Öryggisupplýsingar fyrir ferðamenn