Minnismerki sjómanna
Minnismerki sjómanna stendur á túninu milli Hafnargötu og Ægisgötu. Verkið er eftir Ásmund Sveinsson og var það afhjúpað á sjómannadaginn 1978, til minningar um drukknaða og horfna sjómenn.
Upphaflega stóð það fyrir ofan Holtaskóla en árið 2000 var það flutt á núverandi stað. Þar sem það stendur til móts við Keflavíkurkirkju með sjóinn í bakgrunni. Verkið er stórt og mikið geometrískt verk, eða 6 metrar á hæð. Sýnir það skipsstefni en í því er akkeri. Yfir akkerinu tróni björgunarhringur sem er tengdur við skipsstefnið sem strengjum. Akkerið hvílir á sjávaröldu sem tákna hendur hins almáttuga.
Verkið var keypt að frumkvæði Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur, en Keflavíkurbær kom einnig að kostnaði.
Minnismerkið eru á hellulagðri hækkun þar sem hægt að gang í kringum það og fá sér sæti á bekkjum sem eru við verkið. Einnig er margt áhugavert að skoða í næsta nágrenni. Á túninu eru fleiri verk eftir aðra listamenn og minjar frá Byggðasafninu. Strandleiðin byrjar þarna við sjóinn, en það er skemmtileg gönguleið í fallegu umhverfi með þó nokkur útilistaverk. Einnig er Duushús, sem hýsir Listasafn Reykjanesbæjar og Byggðasafn Reykjanesbæjar, þarna skammt frá.
Frekari upplýsingar má sjá hér neðar á síðunni.