Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Stafnes

 Höfuðból að fornu.  Þar var um aldir mikið útræði og fjölbýli á staðnum.  Konungútgerð hófst þar um miðja 16. öld og stóð til 1769.  Voru landsetar af konungsjörðum suðvestanlands skyldurgir til að róa á árabátum þaðan fyrir harla lítil laun.  Á 17. og 18. öld var Stafnes fjölmennasta verstöð á Suðurnesjum.  Básendar eru skammt sunnan við Stafnes.  Nokkru sunnar er Þórshöfn lítið notuð enda Básendar skammt frá.  Mörg skip hafa farist á Stafnesskerjum.  Árið 1928 fórst þar togarinn Jón forseti.  Drukknuðu 15 skipverjar en 10 varð bjargað,  Slys þetta varð ásamt öðrum íkveikjan að stofnun Slysavarnarfélags Íslands. Töluverð selveiði var á Stafnesi fyrr á árum.

Stafnesviti var byggður árið 1925 á Stafnesi, milli Hafna og Sandgerðis. Hann er 8 m hár, steinsteyptur ferstrendur turn, 3x3 m að stærð sem stendur á efnismiklum sökkli. Anddyri var byggt við hann árið 1932. Á vitanum er 3 m hátt norskt ljóshús úr járnsteypu. Þrír krosspóstagluggar eru á vitanum, áður fyrr með sex rúðum en fjórum síðar. Efst á turninum er stölluð þakbrún með einföldu handriði úr járni og tréslám sem sett var upp árið 1981. Vitinn var hvítur í upphafi og um hann ofarlega var málað rautt band, en árið 1962 var vitinn málaðir gulur.

Stafnes

Stafnes

 Höfuðból að fornu.  Þar var um aldir mikið útræði og fjölbýli á staðnum.  Konungútgerð hófst þar um miðja 16. öld og stóð til 1769.  Voru landsetar a
Básendar

Básendar

 Fornt úræði og verslunarstaður sunnan við Stafnes.  Einnig kallað Bátssandar var ein af höfnum einokunarverslunarinnar og náði verslunarsvæðið yfir
Þoskastríðið við Básenda og Grindavík

Þoskastríðið við Básenda og Grindavík

Gálgar á Stafnesi

Gálgar á Stafnesi

Aftökustaður samkvæmt gömlum sögum.  Tveir frekar háir klettar og breitt bill á milli þeirra. Tré var á milli klettana og menn þar hengdir.  Staðset
Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja, vígð 1887 staðsett á vestanverðu Reykjanesi, kirkja Sandgerðinga.Ketill Ketilsson stórbóndi í Kotvogi, þáverandi eigandi Hvalsnestorfu
Þórshöfn

Þórshöfn

Á 19. öld fóru skip að koma til Þórshafnar á ný.  Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn
Kirkjuvogur

Kirkjuvogur

Fyrrum stórbýli í Höfnum, útkirkjustaður í Grindavíkurprestkalli frá 1907 en var áður alllengi þjónað frá Útskálum.  Enn fyrr var Kirkjuvogi þjónað fr
Hafnir

Hafnir

Hafnir er annað landstærsta sveitarfélagið á Reykjanesi og tekur nafn sitt af tveimum fyrrum stórbýlum Sandhöfn og Kirkjuhöfn sem nú eru í eyði. Í Höf
Ósar

Ósar

Vík við Hafnir sem varð til vegna landsig. Ósar er þekkt náttúruverndarsvæði þar sem er fjölskrúðugt lífríki fjörunnar og mikið fuglalíf.

Aðrir (4)

Air Canada Online booking -
British Airways Online booking 101 Reykjavík -
airBaltic Online booking 101 Reykjavík -
Joe and the Juice Keflavíkurflugvöllur 235 Reykjanesbær 4313849