Vonin
Vonin. Minnisvarði um drukknaða menn í Grindavík.
Eftir hörmulegt sjóslys í janúar 1952 þar sem Grindvíkingur GK 39 fórst með fimm manna áhöfn við Hópsnes í ofsaveðri, stofnaði Kvenfélag Grindavíkur Minningarsjóð drukknaðra manna frá Grindavík. Á 25 ára afmælis sjóðsins var verk eftir myndhöggvarann Ragnar Kjartansson valið sem minnisvarði og var það afhjúpað á Sjómannadaginn 1980.
Verkið stendur í Sjómannagarðinum við Mánagötu og sýnir sjómannsfjölskyldu sem horfir út á hafið í von um að fjölskyldufaðirinn komist heill í höfn. Á minnisvarðanum stendur ,Í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera; Jes. 30.15"