Reykjanes Geopark
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Reykjanes Unesco Global Geopark

large-img_9708.jpg
Reykjanes Unesco Global Geopark

Reykjanesskaginn er í dag geopark og hluti af verndaráætlun Unesco eða Unesco Global Geopark.

Reykjanes Geopark fékk formlega vottun sem geopark á þrettándu haustráðstefnu European Geoparks Network í Rokua Geopark í Finnlandi í september 2015. Reykjanes Geopark er annað svæðið á Íslandi til að hljóta þessa vottun er Katla Geopark hlaut hana árið 2011. Reykjanes Geopark er jafnframt 66. svæðið í Evrópu sem hlýtur þessa vottun. Í lok árs 2015 var alþjóðlega prógramm geoparka samþykkt sem 3ðja áætlun Unesco og er því Reykjanes Geopark hluti af því. 

Enska orðið geopark eða geo er komið af orðinu Gaia, sem er ein af grísku guðunum og þýðir móðir jörð. 

Reykjanes Geopark logo

Hvað er merkilegt við Reykjanes?

Mið-Atlantshafhryggurinn gengur á land yst á Reykjanesskaganum og liggur gegnum landið frá suðvestri til norðausturs. Jarðsaga Reykjanesskagans er nokkuð vel þekkt og má rekja hana nokkur hundruð þúsund ár aftur í tímann. Flest jarðlög á svæðinu eru yngri en 100 þúsund ára. Á þessum tíma hefur loftslag verið breytilegt og óstöðugt. Á vissum tímabilum var Ísland hulið mikilli íshellu og er þá talað um jökulskeið, en á milli var hlýrra loftslag líkt og nú, og er þá talað um hlýskeið. Á jökulskeiðunum áttu sér stað gos undir jökli. Þegar jökullinn hopaði stóðu eftir móbergsfjöll. Á hlýskeiðum runnu hraun frá gosstöðvum undan halla, oft til sjávar.  Reykjanes er á flekaskilum, þ.e. hluti Reykjanesskagans tilheyrir Evrasíuflekanum á meðan hinn hlutinn tilheyrir Norður Ameríkuflekanum. 

Talið er að um tólf hraun hafi runnið á Reykjanesi frá því að land byggðist á 9. öld eða að meðaltali eitt hraun á öld. Hraun sem rennur á Reykjanesi er aðallega sprungugos, þ.e. mikið magn hrauns kemur upp úr gígum á sprungum en lítið af ösku.

Af hverju Geopark?

Hvergi í heiminum má sjá flekaskilin ganga á land með jafn áþreyfanlegum hætti og á Reykjanesi. Í Reykjanes jarðvangi er að finna margar merkilegar jarðminjar og eru sumar þeirra einstakar á heimsvísu. Þar er að finna allar tegundir elstöðva sem gosið hafa á Íslandi, m.a. fjögur gosbelti og samanstendur hvert þeirra af hundruðum opinna sprungna, gígaraðir, dyngjur og skjaldlaga bungur.

Reykjanesskaginn er nú vottaður sem Global UNESCO GeoparkEuropean Geoparks Network logo

Reykjanes Geopark hefur listað upp 55 staði sem tengjast flekaskilunum og sögu Reykjanesskagans og eru merktir sérstaklega sem "geosites" eða áhugaverðir staðir innan Reykjanes Geopark.

Frekari upplýsingar um Reykjanes Geopark er hægt að finna inn á heimasíðu hans: www.reykjanesgeopark.is.

Áhugaverð svæði í Geopark

Innan Reykjanes Geopark eru skilgreindir 55 áhugaverðir jarðminjastaðir (e. geosites). Þessi svæði þykja áhugaverð vegna jarðsögu, náttúrufars eða menningarsögu og gegna lykilhlutverki í því að segja sögu svæðisins.

Hér fyrir neðan höfum við tekið saman umfjöllun um þessa 55 jarðminjastaði en fleiri áhugaverð svæði má finna hér.

Menning

Af nógu er að taka þegar listir og menning eru annarsstaðar.

Landinn virðist óþreytandi þegar kemur að listsköpun. Allt frá gjörningum til myndlistasýninga má finna vítt og breytt um landið á ólíklegustu stöðum og tónleikar eru haldnir í stærri tónlistarhúsum og jafnvel heima í stofu flytjenda.

Fræðsla í jarðvangi

Það er gaman að ferðast um landið og skoða þá einstöku náttúru sem Ísland hefur uppá að bjóða, en það er ekki síður eflandi og gefandi að læra um hún varð til. Reykjanes er tilvalið til útikennslu! 

Eins og gamalt máltæki segir: Segðu mér og ég gleymi, sýndu mér og ég man, lof mér að taka þátt í því og ég læri.

Skoðaðu hvað svæðið hefur uppá að bjóða í fræðslu og upplifun. 

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík