Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

20 milljónir í aukna sjálfbærni - fyrirtæki á Reykjanesi fá styrk til að innleiða aukna sjálfbærni

18 fyrirtæki af öllu landinu hljóta verkefnastyrk til að innleiða aukna sjálfbærni í daglegan rekstur
Mynd: Þráinn Kolbeinsson
Mynd: Þráinn Kolbeinsson
Íslenska ferðaklasinn tekur þátt í Evrópuverkefninu CE4RT (Circular Economy for Regenerative Tourism ), en en gegnum það verkefni býðst fyrirtækjum á Íslandi styrkur til að innleiða aukna sjálfbærni í daglegan rekstur. 
 
80 fyrirtæki um alla Evrópu voru valin inn í verkefnið. Alls komu 35 umsóknir frá Íslandi og var yfirferð umsókna frá Íslandi í höndum írskra samstarfsaðila okkar í verkefninu. Umsóknir frá Íslandi þóttu skara framúr og að lokum var niðurstaðan sú að veita 18 fyrirtækjum um allt land fjárhagslegan stuðning fyrir rúmar 20 mkr. Tvö fyrirtækjanna starfa á Reykjanesi, en það eru Geocamp Iceland og 1238 - The Battle of Iceland, sem rekur gestasýningu í Víkingaheimum. 
 
Umfang, tegund og staða þessara fyrirtækja er ólík og þau eru líka dreifð um allt land. Það verður verkefni næsta árið hjá Ferðaklasanum að halda utan um þau og vera þeim innan handar í sinni metnaðarfullu vegferð til aukinnar sjálfbærni, hringrásarvitundar og nærandi ferðaþjónustu (e. regenerative tourism). Það er gríðarlega mikilvægt að nýta þessa góðu vinnu og nýju vitneskju til þess að deila með enn fleirum. Þar er verið að horfa til aðgerðaáætlunar stjórnvalda sem styðja við aukinn slagkraft í fræðslu og innleiðingu sjálfbærni lausna og nýrrar nálgunar.
 
Íslenski ferðaklasinn er óhagnaðardrifið félag sem fær tekjur frá aðildafélögum víðs vegar um land, í gegnum sérverkefni eins og Ratsjá og Ábyrga ferðaþjónustu og svo í mjög auknum mæli í gengum erlent verkefnasamstarf eins og lýst er hér. Tvö önnur verkefni sem vert er að minnast á er starfræna þróunarverkefnið Tourbit og norræna verkfnið NorReg. Í Tourbit er Geocam Iceland einnig þátttakandi. 
 
Hægt er að fylgjast með framvindu verkefnanna á heimasíðu Íslenska ferðaklasans, eða á síðum verkefnanna sjálfra en þar eru meðal annars haldnar opnar vinnustofur sem öllum er frjálst að taka þátt í.
Þau fyrirtæki sem hlutu verkefnastyrki í CE4RT eru eftirfarandi:
  • 1238 - The Battle of Iceland - Norðurland Vestra
  • Asgard ehf. - Höfuðborgarsvæði
  • Austur 6 ehf - Höfuðborgarsvæði
  • Elding Whale Watching Reykjavík - Höfuðborgarsvæði
  • Friðheimar - Suðurland
  • GeoCamp Iceland - Reykjanes
  • Guðmundur Jónasson ehf. - Höfuðborgarsvæði
  • Hotel Breiddalsvik - Austurland
  • Hotel Húsafell ehf. - Vesturland
  • Icelandic Lava Show ehf. - Höfuðborgarsvæði
  • Midgard Adventure and Midgard Base Camp - Suðurland
  • Moonwalker ehf - Höfuðborgarsvæði
  • Sjávarpakkhúsið - Vesturland
  • Syðra Holt ehf - Norðurland
  • The Herring Era Museum - Norðurland
  • The Icelandic Seal Center - Norðurland Vestra
  • Viking Rafting - Norðurland Vestra
  • Wakeboarding Iceland - Vestfirðir