Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Er afkoman góð?

Boðið er til morgunverðarfundar laugardaginn 1. október 2016, kl 8.30 - 10.00 í Vörðunni, Ráðhúsi Sandgerðisbæjar
Hvalsneskirkja í Sandgerði @OZZOphotography
Hvalsneskirkja í Sandgerði @OZZOphotography

Við bjóðum til morgunverðarfundar laugardaginn 1. október n.k kl 8.30 - 10.00 í Vörðunni, Ráðhúsi Sandgerðisbæjar

Er afkoman góð?

Ertu fá nógu mikið fyrir alla þína vinnu - situr nægjanlega mikið eftir?
Hvað getum við gert til að ná betri árangri í rekstrinum?

Á fundinum fáum við að kynnast við verkefninu Minds into Matter” sem nýlega hlaut veglegan styrk frá Erasmus plus og Rannís.

Verkefnið snýst um að vinna með frumkvöðum og smærri fyrirtækjum að því að hanna einfalda, skemmtilega og nothæfa Húsbók (Book of Business eða BoB) til að auðvelda þjálfun starfsmanna, tryggja stöðuleika, arðssemi og gæði.
Verkefnið er leitt af fyrirtækinu Skref fyrir Skref í Sandgerði og hefur verið til reynslu hjá nokkrum fyrirtækjum hér á landi og erlendis. Við fáum að kynnast þessum fyrirtækjum og reynslu þeirra af verkefninu.

 

Dagskrá:

“Er afkoman góð?”

Húsið opnar kl. 8.00 og verður boðið uppá léttan morgunverð.

  • Ávarp, Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði
  • Minds into Matter - Hvað getum við gert betur? - Hansina B Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Skref fyrir skref
  • Minn BoB - Húsbókin mín og hvernig ég hef notað hana - Brynhildur Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri veitingastaðarins Vitans í Sandgerði
  • Hlutverk stúdenta í því að hanna og nota húsbókina - My students participating in creating & using BoB - Dr. Ewa Svobodova, vice-principal Hotelova skola, Podebrady, Czesh Republic
  • Samstarf eins og þetta - mínar væntingar - Working together on Erasmus plus project like MM creating BoB Ruta Pels, NGO President, Eesti. People to People, Estonina 
  • Lokaorð - Sigrún Elefsen, formaður Ferðmálasamtaka Reykjaness 

Fundarstjóri er Dr. Herdís D Baldvinsdóttir, verkefnsstjóri Skref fyrir skref

Fundurinn er í boði Sandgerðisbæjar, Ferðamálasamtaka Reykjaness, Markaðsstofu Reykjaness og Skref fyrir skref

Sækja dagskrá